Fari svo að Fram­sóknar­flokkurinn gangi til við­ræðna við Sam­fylkingu, Pírata og Við­reisn um meiri­hluta­sam­starf í borginni mun flokkurinn gera ský­lausa kröfu um að Einar Þor­steins­son, odd­viti flokksins, verði borgar­stjóri allt kjör­tíma­bilið.

Heimildir Morgun­blaðsins í dag herma að sam­hljómur hafi verið um þetta innan gras­rótar flokksins á fundi sem ný­kjörnir borgar­full­trúar héldu með henni í gær­kvöldi. Fundinn sátu meðal annars stjórnir kjör­dæma­sam­bands flokksins í Reykja­vík og Fé­lags ungra fram­sóknar­manna.

Í for­síðu­frétt Morgun­blaðsins í dag kemur fram að á fundinum hafi komið fram fullt traust til Einars og hinna borgar­full­trúa flokksins um að á­kveða næstu skref. Er Einar sagður ætla að funda með borgar­full­trúum flokksins í dag þar sem á­kvörðun verður tekin um meiri­hluta­við­ræður til vinstri.