Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar­flokksins í Reykja­vík, býst við að eiga ein­hver sam­töl við odd­vita annarra flokka í borginni síðar í dag um hugsan­legt meiri­hluta­sam­starf.

Þetta sagði Einar við Frétta­blaðið rétt fyrir há­degi þegar hann var spurður að því hvort það yrði hans frum­kvæði að hafa sam­band við aðra odd­vita.

Fram­sóknar­flokkurinn fékk 18,7% at­kvæða og fjóra full­trúa kjörna í kosningunum í gær og er flokkurinn í lykil­stöðu um myndun nýs meiri­hluta.

„Ég hef nú bara á­kveðið að að­eins melta þessa stöðu og taka daginn í það. Ég geri ráð fyrir að það verði ein­hver sam­töl, ó­form­leg, bara til að spjalla um þessi mál, kannski seinni partinn í dag. Ég held við ættum að taka þessu ró­lega og láta þetta snúast um mál­efnin og fara inn í þessi sam­töl með opinn huga. Við spurðum fyrir þessar kosningar hvort það væri ekki kominn tími á breytingar og kjós­endur hafa svarað því með af­dráttar­lausum hætti.“

Ertu þá að tala um breytingar á meiri­hlutanum?

Já, breytingar á meiri­hlutanum og breytingar á stefnu borgarinnar í veiga­miklum málum. Líka hinni pólitísku for­ystu.

Þú ert þá hálf­partinn að gagn­rýna Dag, þannig að það er ekkert gefið, býst ég við, að þið farið í meiri­hluta með þeim?

„Það er ekkert gefið í þessu. Við höfum sagt þetta skýrt, reynt að vera sann­gjörn í þessari kosninga­bar­áttu, hrósa því sem vel er gert. Reykja­vík er góð borg, það er margt sem þarf að laga og það eru mjög stórar á­skoranir á næsta kjör­tíma­bili; hús­næðis­mál, ýmis vel­ferðar­mál og við tökum það bara mjög al­var­lega að svara því kalli sem við heyrum frá borgar­búum og aðal­at­riðið er að mynda meiri­hluta sem nær árangri fyrir borgar­búa. Ég er bara þakk­látur fyrir stuðninginn og hlakka til að eiga þessi sam­töl næstu daga.“

Einar segir að nú þurfi allir að ræða saman og segir hann að einu kröfurnar í sam­tölum hans við aðra odd­vita verði krafan um að knýja fram breytingar í borginni.