Umboðsmaður Íslands, Einar Bárðarsson, mun ekki sækja landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni og tekur fram að það verði í fyrsta skipti í um það bil 30 ár þar sem hann fái ekki að mæta.

„Í fyrsta sinn líklega í 30 ár fæ ég ekki að sækja Landsfund Sjálfstæðismanna. Eftir áratugi af trúnaðarstörfum i ýmsum félögum, fjáröflun og setu miðstjórn flokksins. Mér var það sérstakt kappsmál að komast á fundinn þar sem ég er i framboði á fundinum til Umhverfis- og samgöngunefnd flokksins þar sem ég brenn fyrir umhverfismál eins og fólk vonandi veit.“ skrifar Einar

Hann gefur til kynna að ástæðan kunni að vera sú að hann sé stuðningsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

„Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir og ég er að velta fyrir mér hvað veldur en kannski er það vegna þess að ég held með Liverpool eða búið að merkja mig sem stuðningsmann Gulla. Óska vinnum mínum góðrar helgar og vonandi verður fundurinn gæfuríkur fyrir starf flokksins.“ segir í færslu hans.