Innlent

Ein þyrla kostar á við árs­fram­lög til RÚV

Hægt væri að reka Háskólann á Akureyri í tvö ár fyrir þann kostnað sem þarf að standa straum af vegna kaupa á einni þyrlu.

Þyrlur gæslunnar eru komnar til ára sinna. Til stendur að kaupa nýjar. Fréttablaðið/Ernir

Það fé sem ætlað er til kaupa á einni af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar gæti nægt Sjúkratryggingum Íslands til að standa straum af hlut þeirra í tannlækningum þjóðarinnar árið 2019. Um er að ræða álíka mikið og fer frá til reksturs RÚV á ársgrundvelli.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, sem Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kynnti og mælti fyrir í vikunni, kemur fram að þrjár nýjar þyrlur verði keyptar fyrir Landhelgisgæsluna. Áætlað er að þær verði afhentar árið 2022.

Til kaupanna eru ætlaðar 14 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að hver þyrla muni kosta 4,7 milljarða króna.

Fréttablaðið tók saman nokkrar aðrar tölur úr frumvarpinu. Þannig mætti reka Veðurstofu Íslands í fimm ár fyrir þann pening sem áætlað er að ein þyrla kosti. Háskólanum á Akureyri myndi nægja peningurinn til að reka skólann í tæp tvö ár.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heiðraði minningu ömmu sinnar í Vancou­ver á hjartnæman hátt

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Auglýsing

Nýjast

Angela Merkel gagn­rýnir ein­angrunar­hyggju Banda­ríkjanna

Fara fram á þungan dóm yfir fyrr­verandi kosninga­stjóra Trump

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­staðnum

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing