Lyfja­stofnun hefur borist ein til­kynning til við­bótar um tíma­bundna lömun eða skerta hreyfi­getu sem hugsan­lega auka­verkun við bólu­setningu gegn Co­vid-19, sam­kvæmt skrif­legu svari stofnunarinnar við fyrir­spurnum Frétta­blaðsins.

Í síðustu viku voru til­kynningarnar átta í heildina sem höfðu borist Lyfja­stofnun. Ein til­kynningin varðar lömun fyrir neðan mitti og þrjár tíma­bundna lömun eða skerta hreyfi­getu í út­lim.

Tvær til­kynningar varða Guillain-Bar­ré heil­kenni og í til­kynningunni segir að ein varði lömun og blóð­tappa.

Í svarinu segir að í flestum til­fellum sé um tíma­bundin ein­kenni að ræða sem eru þegar liðin hjá þegar til­kynnt er um mögu­legu auka­verkunina. Í öðrum til­fellum þarf að fylgja til­kynningunum eftir en stofnunin vill ekki upp­lýsa um ein­staka mál.

Ekki er vitað hvort um or­saka­sam­band sé að ræða milli bólu­setningarinnar og til­kynntra til­vika. Það sé rann­sakað á­samt öðrum til­kynningum í sam­evrópskum lyfja­gátar­gagna­grunni í sam­starfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu.