Ein af fjórum sjald­gæfustu skjald­bökum í heimi, af tegundinni Y­angtze risa­skjald­böku er dauð í Kína og því eru einungis þrjár eftir lifandi af tegundinni, að því er fram kemur á veg BBC.

Um­rædd skjald­baka var kven­kyns og hélt til í Suz­hou dýra­garðinum í suður­hluta Kína en hún var yfir 90 ára gömul. Gerðu vísinda­menn fimmtu til­raunina til að frjóvga dýrið innan 24 klukku­stundum áður en hún drapst. Tegundin er líkt og gefur að skilja í gífur­legri út­rýmingar­hættu vegna of­veiði og eyði­leggingu heim­kynna þeirra en tegundin lifir að mestu í forar­vatni og er dauði dýrsins því nokkuð áfall.

Eitt karl­kyns dýr er eftir í kín­verskum dýra­garði á meðan vitað er af tveimur öðrum skjald­bökum af tegundinni eftir í Víet­nam en ekki er vitað hvers kyns þær eru. Dauði dýrsins er nú rann­sakaður en að sögn vísinda­manna var dýrið í góðri heilsu daginn fyrir dauða sinn.

Vísindamenn hafa reynt að aðstoða dýrategundina við fjölgun.
Fréttablaðið/Getty