Icelandair hefur á­kveðið að taka eina Boeing 737 MAX vél í flota fé­lagsins úr rekstri en um er að ræða var­úðar­ráð­stöfun meðan skoðun fer fram á mögu­legu tækni­legu at­riði í raf­kerfi vélarinnar en um er að ræða var­úðar­ráð­stöfun.

„Eins og fram hefur komið til­kynnti Boeing í síðustu viku um mögu­legt tækni­legt at­riði sem tengist raf­kerfi í til­teknum Boeing 737 MAX vélum, sem í kjöl­farið voru teknar tíma­bundið úr rekstri hjá nokkrum flug­fé­lögum á meðan lausn væri fundin á málinu,“ segir í til­kynningu Icelandair.

Upp­runa­lega kom fram að um­rætt at­riði ætti ekki við um MAX vélar Icelandair en í kjöl­far nánari greiningar hjá Boeing kom í ljós að sam­bæri­legt mál hafi á­hrif á eina vél. Úr­bætur verða gerðar sam­kvæmt til­mælum Boeing og banda­rískra flug­mála­yfir­valda.

„Rétt er að taka fram að málið tengist ekki hinu svo­kallaða MCAS kerfi vélarinnar og er því ekki tengt kyrr­setningu vélanna sem hefur verið af­létt,“ segir enn fremur í til­kynningu Icelandair.