Þor­steinn Páls­son, pistla­höfundur Frétta­blaðsins og fyrr­verandi for­maður Sjálf­stæðis­flokksins segir í blaði dagsins að kyrr­stöðu­pólitík ríkis­stjórnar Katrínar Jakobs­dóttur á síðasta kjör­tíma­bili í orku- og virkjana­málum, og heljar­tök VG á þeim mála­flokki, skilji þjóðina eftir með þrjá megin­kosti í lofts­lags­málum og boðuðum orku­skiptum fyrir árið 2040.

Í fyrsta lagi að fara strax á þessu ári af stað með virkjanir og auka orku­fram­leiðsluna um fimm­tíu prósent á næstu tveimur ára­tugum, en það þýði að gefa verði eftir ítrustu kröfur í land­vernd.

Í öðru lagi sé hægt að halda ítrustu kröfum um land­vernd og gefa eftir í lofts­lags­málum.

Þriðji kosturinn sé svo sá að halda ítrustu mark­miðum á báðum sviðum en gefa eftir í lífs­kjörum, en þá þyrfti að skammta flug­ferðir Ís­lendinga til út­landa og al­mennt draga úr neyslu. Þá yrði heldur ekki þörf fyrir jafn há laun og nú eru við lýði.

Þor­steinn segir neitunar­vald VG í þessum mála­flokki á síðustu árum hafa komið lands­mönnum í þessa stöðu, en stunda­glasið sé tómt, velja þurfi strax á milli ofan­greindra kosta.