Út­göngu­spár í þing­kosningunum í Ítalíu benda til þess að stjórn­mála­flokkurinn Bræður Ítalíu og leið­togi hans Giorgia Meloni hafi unnið sann­færandi sigur. Talið er að flokkurinn hafi fengið 22 til 26 prósenta at­kvæði og allt bendir til þess að hægri­sinnaðasta stjórn á Ítalíu frá síðari heims­styrj­öld taki við bráð­lega.

Hægri banda­lagið, sem sam­sett er af Bræðrum Ítalíu, Lega-hreyfingunni og Á­fram Ítalía, er talin hafa fengið um 41 til 45 prósent at­kvæði, saman­borið við það vinstri sem fékk um 22 til 29 prósent, svo það má segja að sigur Meloni hafi verið nokkuð sann­færandi. Búast má við því að hún verði næsti for­sætis­ráð­herra Ítalíu, fyrst kvenna.

Kjör­sókn var dræm í kosningunum, einungis 64,7 prósent, sam­kvæmt innan­ríkis­ráðu­neyti Ítalíu. Þá var kjör­sóknin sér­stak­lega lé­leg í suður­hluta landsins, þar á meðal Sikil­ey.

Meloni kemur frá ung­liða­hreyfingu MSI, sem var stofnuð af stuðnings­mönnum Benito Mus­solini árið 1946 en fas­ista­stjórn Mus­solini hrökklaðist frá völdum eftir síðari heims­styrj­öldina. Meloni neitar samt sem áður að stefnu­mál hennar séu fasísk og segir enga fas­ista, ras­ista eða gyðinga­hatara vera skráða í flokkinn hennar.

Ef niður­stöður kosninganna verða í sam­ræmi við út­göngu­spár mun hægra banda­lagið vera það stærsta í bæði efri og neðri deild Ítalska þingsins.

Þrátt fyrir að Meloni hafi lagt hart að sér við að milda í­mynd sína segir prófessor í stjórn­mála­fræði í sam­tali við BBC að hún muni ein­beita sér að stefnum innan­lands eins og tak­markanir á borgara­legum réttindum og stefnu gegn hin­segin fólki og inn­flytj­endum.