Á hverju ári greinist að meðal­tali 235 konur greinast með brjósta­krabba­mein. Meðal­aldur við greiningu er 62 ár. Það má búast við að um það bil ein af hverjum tíu konum greinist ein­hvern tíma á ævinni með sjúk­dóminn. Um 50 deyja að meðal­tali á hverju ári. Rúm­lega 3.400 konur eru á lífi sem greinst hafa með krabba­mein í brjóstum.

Mál­þing um brjósta­krabba­mein verður haldið í hús­næði Krabba­meins­fé­lagsins að Skógar­hlíð 8, mið­viku­daginn í dag, 20. októ­ber, klukkan. 17:00 til 18:15. Mál­þingið er á vegum Brjósta­heilla – Sam­hjálpar kvenna, Krabba­meins­fé­lags höfuð­borgar­svæðisins og Ráð­gjafar­­þjónust­­u Krabba­meins­fé­lagins.

Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu um málþingið segir að horfur eftir greiningu hafi hingað til verið mjög góðar en að nú séu vís­bendingar um að Ís­land sé að dragast aftur úr miðað við önnur Norður­lönd.

Á mál­þinginu mun Helgi Birgis­son yfir­læknir á Rann­sókna- og skráningar­setri Krabba­meins­fé­lagsins fjalla um horfur ís­lenskra kvenna með brjósta­krabba­mein, Hrefna Stefáns­dóttir sér­fræðingur á Rann­sókna- og skráningar­setri Krabba­meins­fé­lagsins mun segja frá mikil­vægi gæða­skráningar og þær Ólöf Kristjana Bjarna­dóttir krabba­meins­læknir á Land­spítalanum og Svan­heiður Lóa Rafns­dóttir brjósta­skurð­læknir á Land­spítalanum munu ræða um brjósta­heilsu á tíma­mótum, mikil­vægi skimunar, reynslu er­lendis og að­gengi að sér­fræðings­þjónustu og fram­tíðar­sýn. Í lokin mun Lára Guð­rún Jóhönnu­dóttir, and­lit á­verknis­á­taksins 2021, vera með reynslu­sögu.

Dag­skrá

Setning: Brynja Björk Gunnars­dóttir for­maður Brjósta­heilla – Sam­hjálpar kvenna
Horfur ís­lenskra kvenna með brjósta­krabba­mein: Helgi Birgis­son yfir­læknir á Rann­sókna- og skráningar­setri Krabba­meins­fé­lagsins
Gæða­skráning – hagur krabba­meins­greindra: Hrefna Stefáns­dóttir sér­fræðingur á Rann­sókna- og skráningar­setri Krabba­meins­fé­lagsins
Brjósta­heilsa á tíma­mótum – Brjósta­krabba­mein, mikil­vægi skimunar og reynsla er­lendis: Ólöf Kristjana Bjarna­dóttir krabba­meins­læknir á Land­spítalanum
Brjósta­heilsa á tíma­mótum – Sjúk­dómar í brjóstum / Að­gengi að sér­fræðings­þjónustu og fram­tíðar­sýn: Svan­heiður Lóa Rafns­dóttir brjósta­skurð­læknir á Land­spítalanum
Reynslu­saga: Lára Guð­rún Jóhönnu­dóttir

Um­ræður

Fundar­stjóri: Íris Róberts­dóttir bæjar­stjóri Vest­manna­eyja