Í dag dregur úr suð­vestan­áttinni sem hefur ráðið ríkjum undan­farna sólar­hinga en á­fram verður þó élja­gangur á sunnan- og vestan­verðu landinu og hiti víðast hvar í kringum frost­mark.

Þetta kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings á Veður­stofu Ís­lands. Þar segir enn­fremur að von sé á lítilli lægðar­bólu upp að suð­vestur­horni landsins í kvöld.

Henni fylgir hægt vaxandi suð­austan­átt með slyddu og síðan rigningu sunnan­til og heldur hlýnandi veðri.
Lægðin fer norð­austur yfir landið í nótt og skilar kaldri norð­lægri átt með snjó­komu norðan­lands á meðan það birtir heldur til á Suður­landi.

Næsta vika hefst síðan á um­hleypingum með nokkuð djúpri lægð, hlýju lofti og rigningu en um miðja viku er út­lit fyrir norðan­átt og tals­vert frost.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á mánu­dag:
Hæg suð­læg eða breyti­leg átt, skýjað með köflum og frost 1 til 8 stig. Vaxandi suð­austan­átt síð­degis, þykknar upp og hlýnar heldur, 13-18 m/s og snjó­koma eða slydda suð­vestan­lands um kvöldið, en rigning við ströndina.

Á þriðju­dag (full­veldis­dagurinn):
All­hvöss eða hvöss sunnan­átt með rigningu í fyrstu, síðar sð­vest­lægari með skúrum eða éljum, en léttir til NA-lands. Hiti 1 til 8 stig, mildast á Suð­austur­landi.

Á mið­viku­dag:
Norð­læg eða breyti­leg átt og él, en norð­austan­hvass­viðri og snjó­koma norð­vestan­til. Kólnandi veður.

Á fimmtu­dag og föstu­dag:
Út­lit fyrir all­hvassa norð­nátt og snjó­komu eða élja­gang, en úr­komu­lítið sunnan heiða. Tals­vert frost um land allt.