Innlent

Eignir Björns Inga kyrr­settar

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson sætir rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra. Allar hans eignir hafa verið frystar að kröfu tollstjóra.

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns, að kröfu tollstjóra. Björn Ingi sætir rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra vegna meintra skattaundanskota en verðmæti kyrrsettra eigna hans hljóða upp á 115 milljónir króna. 

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að kyrrsetningin hafi farið fram, og bætir við að hann muni reyna að hnekkja kyrrsetningunni fyrir dómi. Telur hann kröfu um frystar eignir ekki halda vatni og hyggst leggja fram gögn þess efnis. 

Rannsókn skattrannsóknarstjóra hófst fyrr á þessu ári en hún snýr fyrst og fremst að peningafærslum til og frá Birni á þeim tíma sem hann átti og rak DV. Sveinn Andri sagðist ekki geta tjáð sig nánar um rannsóknina.

Björn Ingi hefur verið talsvert í fréttum undanfarin misseri vegna rekstrarerfiðleika í tengslum við DV og Pressuna og svo Argentínu steikhús en veitingastaðnum var lokað í apríl síðastliðnum. Árangurslaust fjárnám var gert í Argentínu steikhúsi, og greindi Fréttablaðið frá því að hluti starfsfólks hafi ekki fengið greidd laun. Eftir því sem blaðið kemst næst tengist skattarannsóknin ekki Argentínu steikhúsi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Argentínu lokað og laun ekki greidd út

Innlent

Björn Ingi: „Ég er ekki með þetta fé­lag lengur“

Innlent

Vildi greiða sex milljónir með steikum

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing