Innlent

„Eigna­tjón og til­finninga­tjón sem gleymist seint“

Brotist var inn hjá ungu pari í Reykjavík í gærmorgun. Raftækjum, skartgripum og öðrum munum var stolið fyrir um 1,2 milljónir króna. Þau eiga von á barni eftir um tvær vikur.

Parið þegar það fagnaði tilvist ófædds sonar þeirra, í sumar. Mynd/Aðsend

Kærastan mín var andvaka yfir þessu í alla nótt,“ segir Hjörtur Steinn Hilmarsson í samtali við Fréttablaðið. Þjófar brutust inn til Hjartar Steins og Helgu Gunndísar fyrir hádegi í gær. Aðkoman var vægast sagt ömurleg. „Þegar við gengum inn blasti heimili okkar við en allt sem má telja til verðmæta var horfið. Það var búið að slá út rafmagni af allri íbúðinni og spenna upp glugga! Búið var að fara í gegn um flestar okkar eigur og róta í dóti hjá ófæddum syni okkar,“ lýsti Hjörtur á Facebook.

Hann segir að aðkoman hafi verið ömurleg. Öll verðmæti séu horfin; tvær tölvur, myndavél, apple TV og allir skartgripir og raftæki. Járntöflum Helgu var stolið, en hún er gengin 38 vikur með drenginn þeirra.

Hjörtur Steinn segir að farið hafi verið í gegn um alla þeirra muni. Það sé afar óþægileg tilhugsun. Mynd/Aðsend

Parið, sem býr við Bergstaðastræti, var að heiman frá klukkan hálf níu í gærmorgun og þar til í hádeginu. Á þeim tíma létu þjófarnir greipar sópa. Hjörtur segir að verðmætum fyrir um það bil 1,2 milljónir hafi verið stolið af þeim. Þeir fóru meðal annars í gegn um óopnaðar gjafaöskjur vegna fyrirhugaðrar fæðingar.

Hjörtur segir að í tvo til þrjá tíma í gær hafi þau rætt um að flytja burt en að svo hafi sú tilfinning liðið hjá. „Tilhugsunin um að þjófarnir hafi farið í gegn um allt hjá okkur er ólýsanleg, eignatjón og tilfinningatjón sem mun seint gleymast.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Innlent

Loka við Skóga­foss

Innlent

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Auglýsing

Nýjast

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Heppi­legra að hækka launin oftar og minna í einu

Sigurður Ragnar í fjögurra og hálfs árs fangelsi

„Opin­berar sturlað við­horf við­semj­enda okkar“

Auglýsing