Frið­björn Haukur Guð­munds­son, bóndi Hauks­stöðum Vopna­firði, tekur sæti Þórunnar Egils­dóttur, al­þingis­konu, á lista Fram­sóknar­flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum.

Þórunn skipaði heiðurs­sæti listans en Þórunn lést þann 9. júlí á þessu ári. Frið­björn Haukur var eiginmaður Þórunnar.

Þórunn hafði háð bar­áttu við krabba­mein og greindi frá því á árinu að hún hefði greinst með krabba­mein í lifur en hún hafði áður, árið 2019, greinst með brjósta­krabba­mein. Þórunn var ávallt opinská um baráttu sína við krabbamein.