Todd Pal­in eig­inmaður Söruh Pal­in, fyrrverandi ríkisstjóra Alaska og varaforsetaefni John McCain í forsetakosningunum árið 2008, hefur sótt um skilnað að því er fram kemur á vef CNN. Hjónin hafa verið gift í 31 ár.

Todd Palin segir ástæðuna fyrir skilnaðinum vera að skaplyndi hjónanna hafi ekki passað saman. Erlendir fjölmiðlar hafa áður skrifað um samband Palin hjónanna en árið 2010 voru sögusagnir á kreiki um að hjónin ætluðu sér að skilja, sem reyndist ósatt.

Sarah Palin sagði í viðtali við CBN árið 2008 að fjölskylda og „hefðbundið“ hjónaband milli karls og konu væri undirstaða alls í mannlegu samfélagi.

Hjón­in eiga fimm börn sam­an og er það elsta 30 ára en yngsta 11 ára. Búist er við að hjónin þurfi að semja um for­ræði yfir yngsta barninu.