Mánu­daginn 23. mars 2020 lést á smit­sjúk­dóma­deild Land­spítala lið­lega sjö­tug kona, sem glímt hafði við lang­varandi veikindi. And­látið varð í kjöl­far veikinda konunnar af völdum CO­VID-19-sjúk­dómsins. Á vef Stundarinnar kemur fram að eftir­lifandi eigin­maður konunnar berst fyrir lífi sínu á gjör­gæslu­ Land­spítalans.

Frétta­blaðið greindi frá að konan væri fyrsti Ís­lendingurinn sem hefði látist úr CO­VID-19. Var þetta annað and­látið af völdum CO­VID-19 hér­lendis, en ástralskur maður lést á Húsa­vík fyrr í mánuðinum.

Konan sem lést á Land­spítalanum var bú­sett í Hvera­gerði. Eftir­lifandi eigin­maður hennar liggur nú al­var­lega veikur á Land­spítalanum. Smitaðist hann einnig af veirunni og berst fyrir lífi sínu, líkt og það er orðað á vef Stundarinnar. Hann er 75 ára gamall og glímir ekki við neina undir­liggjandi sjúk­dóma. Á vef Stundarinnar segir að manninum líðan mannsins hafi versnað til mikilla muna á afar skömmum tíma. Hann er nú í öndunar­vél á gjör­gæslu­ spítalans.

Þá kemur einnig fram að ættingjar hjónanna brýna fyrir öllum Ís­lendingum að taka veirufar­aldurinn al­vara og taka mark á fyrir­mælum heil­brigðis­yfir­valda. Sonur konunnar sem lést tjáði sig á sam­fé­lags­miðlum og sagði að þó dauðs­­fall í fjöl­­skyldunni ætti að vera einka­­mál þeirra, vildi hann að sam­fé­lagið gæti dregið lær­dóm af hinum sorg­lega at­burði. Hann hafði ekki tök á að kveðja móður sína.

„Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Co­vid-19 veirunni [...] Ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna að­­stæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekka­­sog.“ Þá vildi sonur konunnar koma eftir­farandi skila­boðum til þjóðarinnar:

„Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu al­var­­lega og hætti að haga sér eins og hálf­­vitar.“