Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp af ásetningi en hann er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok marsmánaðar.

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í samtali við Fréttablaðið.

Banamein konunnar var kyrking.

Konan lést þann 28. mars en í fyrstu þótti ekkert benda til þess að eitt­hvað sak­næmt hefði átt sér stað. Þegar niður­staða réttar­meina­fræðings lá fyrir þremur dögum síðar vaknaði grunur um að and­látið hefði borið að með sak­næmum hætti. Var maðurinn hand­tekinn í kjöl­farið og úr­skurðaður í gæslu­varð­hald.

Mál gegn honum verður að öllum líkindum þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku.