Hin 31 árs gaml­a Emma Cor­on­el Ai­spur­o, eig­in­kon­a mex­í­kósk­a vím­u­efn­a­bar­óns­ins Jo­aq­u­in „El Chap­o“ Guzm­an, hef­ur ját­að að hafa tek­ið þátt í glæp­a­starf­sem­i hans. Það gerð­i hún í dóms­sal í Was­hingt­on í Band­a­ríkj­un­um í dag og við­ur­kennd­i að hafa tek­ið þátt í dreif­ing­u vím­u­efn­a á borð við her­ó­ín, kók­a­ín og kann­a­bis, pen­ing­a­þvætt­i og að hafa átt í við­skipt­um við vím­u­efn­a­smygl­ar­a er­lend­is.

Ai­spur­o var hand­tek­in í febr­ú­ar á Dul­les­flug­vell­in­um í Virg­in­í­u og ver­ið í hald­i síð­an. Hand­tak­an vakt­i at­hygl­i þar sem yf­ir­völd vest­an­hafs höfð­u ekki gert nein­ar til­raun­ir til að hand­sam­a Ai­spur­o þrátt fyr­ir að nafn henn­ar hafi í­trek­að ver­ið nefnt við rétt­ar­höld­in yfir El Chap­o árið 2019. Sak­sókn­ar­ar þá héld­u því fram að hún hefð­i átt hlut­a að máli í bæði skipt­in sem hann flúð­i úr fang­els­i.

Mynd sem tek­in var af Ai­­spur­­o við hand­tök­un­a í febr­ú­ar.
Mynd/Alexandria Adult Detention Center

Hún hef­ur gert sam­kom­u­lag við al­rík­is­sak­sókn­ar­a í Was­hingt­on í Band­a­ríkj­un­um sem fel­ur í sér að hún fær væg­ar­i dóm fyr­ir brot sín gegn því að við­ur­kenn­a þau og veit­a upp­lýs­ing­ar um þátt­tök­u sína í glæp­a­veld­i eig­in­manns síns.

Sak­sókn­ar­ar hafa hald­ið því fram við rétt­ar­höld­in yfir Ai­spur­o að hún hafi ver­ið mik­il­væg­ur hlekk­ur í Sin­a­lo­a-vím­u­efn­a­hringn­um svo­kall­að­a sem var und­ir stjórn eig­in­manns henn­ar. Guzm­an stjórn­að­i hon­um með harðr­i hend­i í ald­ar­fjórð­ung og stjórn­að­i her leig­u­morð­ingj­a sem myrt­u hvern þann sem hann tald­i stand­a í vegi sín­um.

El Chap­o er hann var hand­tek­inn í Mex­ík­ó árið 2014.
Fréttablaðið/EPA