Eigið fé Torgs ehf. hefur verið aukið um 600 milljónir króna með útgáfu nýs hlutafjár.

Tilgangur aukningarinnar er að greiða upp óhagstæð lán og mæta því tapi sem veirufaraldurinn hefur valdið á árinu.

Félag í eigu Helga Magnússonar er kaupandinn. Félög Helga eiga nú um 90 prósent hlutafjár í Torgi. Aðrir hluthafar eru Saffron, Jón Þórisson og Guðmundur Örn Jóhannsson.

Torg á og rekur Fréttablaðið, DV, sjónvarpsstöðina Hringbraut, nokkra vefmiðla og eigin prentsmiðju.