For­seti Al­þingis segir í til­kynningu á vef Al­þingis að það sé hægt að líta á sam­þykki Skúla Eggerts Þórðar­sonar, ríkis­endur­skoðanda, á flutningi hans í em­bætti ráðu­neytis­stjóra sem ósk um starfs­lok. Þetta segir for­seti Al­þingis, Birgir Ár­manns­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, í til­kynningu á vef Al­þingis.

Um­boðs­maður Al­þingis óskaði svara frá tveimur ráðu­neytum í gær vegna skipunar tveggja ráðu­neytis­stjóra. For­seti Al­þingis fer í til­kynningu sinni yfir að­komu hans að skipun annars þeirra, það er Skúla Eggerts.

For­seti Al­þingis segir að honum hafi borist bréf frá ferða­mála-, við­skipta- og menningar­mála­ráð­herra, Lilju Dögg Al­freðs­dóttur, dag­sett 26. janúar síðast­liðinn, með ósk um að Skúli Eggert Þórðar­son ríkis­endur­skoðandi yrði fluttur í em­bætti ráðu­neytis­stjóra í menningar- og við­skipta­ráðu­neyti frá 1. febrúar og var vísað til þess í bréfinu að það væri gert með vísan til 36. greinar laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins, (starfs­manna­laga).

Í til­kynningu for­seta Al­þingis segir að í bréfi, sem var dag­sett 25. janúar, hafi ríkis­endur­skoðandi, Skúli Eggert, óskað eftir því að heimilaður yrði flutningur hans í em­bætti ráðu­neytis­stjóra. Hann hafi svo á 1004. fundi for­sætis­nefndar, 27. janúar kynnt ósk ráð­herra og sam­þykki Skúla Eggerts og greint frá því að hann ætlaði að verða við ósk ráð­herra. Daginn eftir tilkynnti hann svo ráðherra um það.

Í til­kynningunni segir að heimild til þess að flytja ríkis­endur­skoðanda í annað em­bætti hafi verið byggð á 2. máls­lið 2. máls­greinar. 36. greinar. Starfs­manna­laga en á­kvæði laganna taka, að sögn for­seta, til em­bættis ríkis­endur­skoðanda, að því marki sem ekki er kveðið á um annað í sér­stökum laga­á­kvæðum sem varða em­bættið.

„Ein­stök á­kvæði þeirra, þ.m.t. á­kvæði 36. gr., eru ekki undan­skilin þegar ríkis­endur­skoðandi á í hlut,“ segir í til­kynningunni og að það eigi að líta á sam­þykki Skúla Eggerts um flutning í em­bætti ráðu­neytis­stjóra í Stjórnar­ráði Ís­lands sem ósk um starfs­lok með sam­bæri­legum hætti og þegar em­bættis­maður biðst lausnar frá em­bætti sínu.

Þá kemur að lokum fram í til­kynningunni að hvorki lög um ríkis­endur­skoðanda né þing­sköp Al­þingis geri ráð fyrir því að önnur mál en lúta að kosningu ríkis­endur­skoðanda eða frá­vikningu hans skuli af­ráðin á þing­fundi.

„Í fram­kvæmd hefur for­seti Al­þingis eða for­sætis­nefnd tekið á­kvarðanir um önnur at­riði er varða mál­efni ríkis­endur­skoðanda og um­boðs­manns Al­þingis,“ segir að lokum.

Til­kynninguna, bréfin frá ráð­herra auk tveggja minnis­blaða um málið má skoða hér á vef Al­þingis.