Hrafn, sem alinn var upp í Vogum á Vatnleysuströnd, hefur tekið upp á því að hrella íbúa Grindavíkur og gesti Bláa lónsins. Víkurfréttir fjalla um ævintýra krumma í nýjasta tölublaði sínu.

Eigendur lýsa eftir fuglinum og vilja koma honum í skjól. Búið er að gefa út skotleyfi á hrafninn samkvæmt Víkurfréttum og eru því eigendur í kapphlaupi við skyttuna að hafa uppi á fuglinum.

Í síðustu viku fylgdist hrafninn með fótboltaleik í Grindavík og reyndi að fylgja leikmönnum inn í búningaklefann í hálfleik.

Hilmar Bragi Bárðarson hjá Víkurfréttum tók mynd af krummanum og birti með fréttinni sem má sjá hér að neðan.

Síðar bárust fregnir um að fuglinn hafi komið við í Bláa lóninu og verið að stríða gestum þar.

Verið er að leita hrafnsins í nágrenni Bláa lónsins og segjast eigendur ætla að setja hann í búr og tryggja að hann hrelli ekki fólk frekar.

Frétt uppfærð 17:25

Hrafninum er kominn heim. Sandra Helgadóttir, systir eigandans, Gunnars, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.