Til­kynnt var um eigna­spjöll í verslun í mið­borg Reykja­víkur á tíunda tímanum í gær­kvöldi. Að sögn lög­reglu var brotin rúða í tóbaks­verslun og var eig­andinn inni þegar rúðan var brotin. Hann sá tvo unga menn hlaupa frá vett­vangi.

Tæpum tveimur tímum síðar var brotin rúða í skart­gripa­verslun. Ekki kemur fram í skeyti lög­reglu hvort ein­hverju hafi verið stolið.

Þá var til­kynnt um mann stela vín­flösku af veitinga­stað í mið­borginni. Hann var hand­tekinn skömmu síðar og vistaður í fanga­geymslu sökum á­stands. Maðurinn er grunaður um grip­deild og brot á vopna­lögum.

Á tólfta tímanum í gær­kvöldi var slökkvi­liðið kallað út vegna bíls sem var að brenna á Vífils­staða­vegi. Ekki koma frekari upp­lýsingar fram um brunann, til­drög eða skemmdir á öku­tækinu.

Loks stöðvaði lög­regla öku­mann í Mos­fells­bæ á öðrum tímanum í nótt en hann er grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna. Þá fór maðurinn ekki að fyrir­mælum lög­reglu á vett­vangi.