Eig­anda net­verslunarinnar Bjór­lands, Þór­gný Thor­odd­sen, hefur verið stefnt fyrir héraðs­dóm af ÁTVR. Málið verður tekið fyrir í næstu viku. Vef­síðan Bjor­land.is opnaði í júní í fyrra fyrir netverslun og heim­sendingu á bjór frá helstu hand­verks­brugg­húsum landsins.

„Þau vilja meina að ég hafi gengið gegn á­fengis­lögum og að ég hafi brotið á þeirra einka­rétti til smá­sölu. Þau hafna þeirri rök­færslu okkar um að staðan á Ís­landi sé ó­sann­gjörn,“ segir Þór­gnýr í sam­tali við Frétta­blaðið í kvöld en hann deildi á Face­book-síðu sinni fréttunum af stefnunni í kvöld.

„Þessi dagur hefur í sjálfu sér alltaf verið við­búinn en mér þykir aðal­lega á­huga­vert að það hafi tekið þetta langan tíma. Það hefur alltaf verið á dag­skrá að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll svo það mætti segja að fasi 2 sé að hefjast,“ sagði Þór­gnýr í færslunni.

Gott að fá skoðanir fram í kosningum

Hann segir að tíma­setningin sé kostu­leg.

„Mér finnst gaman að fá þetta stuttu fyrir kosningar. Það hafa ýmsir stjórn­mála­menn talað ansi frjáls­lega um þetta. Bjarni Ben sagði berum orðum að hann sæi ekki að þetta væri lög­brot og Ás­laug Arna hefur verið mikill tals­maður þessa, Við­reisn líka og Píratar. Mér finnst þetta á­kveðið tæki­færi. Kannski er þetta mál­efni sem væri gott að fá svör við, þetta er kannski ekki inn í kosninga­prófunum og maður áttar sig ekki hvar margir standa í þessu máli,“ segir hann.

Færsluna er hægt að sjá hér fyrir neðan.