Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylkingarinnar sagði á þingi í dag að alls hafi í októ­ber­mánuði hafi 80 manns leitað til um­boðs­manns skuldara. Flest séu þau ör­yrkjar og að sam­kvæmt gögnum um­boðs­manns sé meðal­greiðslu­geta þeirra minni en enginn. Þau eigi mínus 3.500 krónur þegar búið er að greiða fyrir alla reikninga.

Hann sagði meðal­ör­orku­bætur vera 300 þúsund krónur á mánuði og sagði Bjarna hafa sagt að hann hafi skapað stétt­laust sam­fé­lag.

„En trúir því ein­hver hér inni að ör­yrkinn til­heyri sömu stétt og Bjarni Bene­dikts­son?“ spurði Jóhann Páll.

Hann sagði að það ætti að tala hreint út og að sá sem héldi því fram að Ís­land væri stétt­laust sam­fé­lag væri veru­leika­firrtur og fastur í búbblu og ekki í tengslum við fólkið í landinu.

„Ís­land er stétt­skipt sam­fé­lag,“ sagði hann og að þeir sem af­neituðu því myndu aldrei breyta stöðunni.