Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði á þingi í dag að alls hafi í októbermánuði hafi 80 manns leitað til umboðsmanns skuldara. Flest séu þau öryrkjar og að samkvæmt gögnum umboðsmanns sé meðalgreiðslugeta þeirra minni en enginn. Þau eigi mínus 3.500 krónur þegar búið er að greiða fyrir alla reikninga.
Hann sagði meðalörorkubætur vera 300 þúsund krónur á mánuði og sagði Bjarna hafa sagt að hann hafi skapað stéttlaust samfélag.
„En trúir því einhver hér inni að öryrkinn tilheyri sömu stétt og Bjarni Benediktsson?“ spurði Jóhann Páll.
Hann sagði að það ætti að tala hreint út og að sá sem héldi því fram að Ísland væri stéttlaust samfélag væri veruleikafirrtur og fastur í búbblu og ekki í tengslum við fólkið í landinu.
„Ísland er stéttskipt samfélag,“ sagði hann og að þeir sem afneituðu því myndu aldrei breyta stöðunni.