Mennirnir átta sem voru hand­teknir í að­gerðum lög­reglu við Héðinshúsið í Vestur­bænum í vikunni, eiga á hættu að verða vísað úr landi og endur­komu­bann. Út­lendinga­stofnun hefur tekið mál þeirra til skoðunar en mennirnir höfðu ekki réttindi til að starfa hér á landi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni nú í kvöld.

Sam­kvæmt til­kynningunni eru vinnu­veit­endur mannanna einnig til rann­sóknar og hafa þeir verið kallaðir til yfir­heyrslna.

Frétta­blaðið sagði frá því í vikunni að lög­reglan hefði ráðist í að­gerðirnar eftir að á­bendingu um að mennirnir hefðu fengið skráningu hjá Þjóð­skrá út á fölsuð skil­ríki.

Í til­kynningu lög­reglunnar segir að um tíu aðrir hafi ekki getað gert grein fyrir sér, en eftir að per­sónu­skil­ríki þeirra höfðu verið skoðuð kom í ljós að þeir hafi haft öll til­skilin réttindi og leyfi til að búa og starfa á Ís­landi.

Ekki hefur komið fram hvaðan mennirnir eru eða hvort þeir eru allir frá sama landinu.