Lögreglumál

Eiga fund með lögreglu í dag

„Ég er eiginlega bara að lognast út af,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dyflinni.

Jón Þröstur Jónsson.

Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi. „Ég er eiginlega bara að lognast út af,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi, augljóslega mjög þreyttur en Davíð hefur leitað bróður síns í Dublin frá morgni til kvölds undanfarna daga ásamt fjölskyldu og vinum. 

„Við erum enn engu nær,“ segir Davíð en fjölskyldan mun funda með lögreglunni í Dublin í dag. Þá á eftir að ljúka við að kemba það svæði sem afmarkað var sérstaklega til leitarinnar.

Davíð segir ekkert benda til þess að eitthvað saknæmt hafi leitt til hvarfs Jóns Þrastar en ekkert þeirra geti þó áttað sig á aðdraganda hvarfsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Lögreglumál

Kvartað yfir er­lendum úti­gangs­mönnum

Lögreglumál

Mikið að gera hjá lögreglu í gær

Auglýsing

Nýjast

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Auglýsing