Lögreglan í París rýmdi Eiffel-turninn, frægasta kennileiti borgarinnar, í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu Reuters er ekki ljóst að svo stöddu hvers vegna en aðrir fjölmiðlar hafa greint frá því að það sé vegna sprengjuhótunnar.

Heimildamenn Reuters vildu ekki gefa upp nánari upplýsingar eins og er en nokkuð algengt er að rýma þurfi turninn vegna hótana af ýmsu tagi.

Eiffelturninn er með vinsælustu ferðamannastöðum heims, en töluvert færri hafa heimsótt turninn í ár en í venjulegu árferði vegna heimsfaraldursins.