Eiður Smári Guð­john­sen hefur fengið skrif­lega á­minningu í tengslum við starfs­skyldur sínar hjá KSÍ og fer í tíma­bundið leyfi frá störfum. Hann mun engu að síður snúa aftur af fullum krafti með lands­liðinu í verk­efnum haustsins. Þetta kemur fram í yfir­lýsingu frá KSÍ vegna um­fjöllunar um Eið Smára eftir að mynd­band af honum fullum í mið­bæ Reykja­víkur fór í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum. Fjölmiðlar greindu frá því að starf Eiðs sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í fótbolta væri mögulega í hættu vegna atviksins.

Knattaspyrnusambandið lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans á­kvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta, segir í tilkynningu KSÍ.

„Á­byrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að upp­fylla það að vera fyrir­mynd. Það hlut­verk kom til mín og fylgdi senni­lega vel­gengni minni á knatt­spyrnu­vellinum. Það að vera fyrir­mynd þýðir ekki að ég sé full­kominn, ég er mann­legur. Stundum tökum við rangar á­kvarðanir, sýnum af okkur dóm­greindar­leysi og gerum mis­tök, og þá sér­stak­lega þegar á­fengi spilar inn í. Á lífs­leið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum per­sónu­legum málum, og ég mun svo sannar­lega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur,“ segir Eiður Smári í frétta­til­kynningunni.

Fréttablaðið greindi frá því á mánudaginnn að konan sem tók mynd­skeið­ið af Eið Smár­a Guð­john­sen um síð­ust­u helg­i væri mið­ur sín yfir því að það hafi far­ið í dreif­ing­u.

Hún birt­i mynd­skeið­ið aldr­ei op­in­ber­leg­a, held­ur send­i ein­ung­is á tvo vini sína.

„Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp. Ég ætlaði aldrei að birta þetta myndband opinberlega og ég vissi ekki einu sinni að þetta væri hann,“ sagði konan sem er ekki íslensk og segist ekki hafa haft hugmynd um hver Eiður Smári væri.

„Mér líður illa yfir því að hafa tekið þetta upp,“ bætti hún við.