Egypska Khedr fjöl­skyldan fékk rétt í þessu dvalar­leyfi á grund­velli mann­úðar­sjónar­miða. Þetta kemur fram í til­kynningu sem Magnús D. Nor­dahl, lög­maður fjöl­skyldunnar, sendi frá sér rétt í þessu. Hann stað­festi málið í sam­tali við blaða­mann.

Magnús segir að kæru­nefnd út­lendinga­mála hafi fallist á sjónar­mið fjöl­skyldunnar um endur­upp­töku

„Þetta er sigur fyrir ís­lenskt sam­fé­lag enda hefði fyrir­huguð brott­vísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mæli­kvarði á gildi hvers sam­fé­lags er hvernig það kemur fram við sína við­kvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki,“ segir Magnús.

Hann segir að al­menningur allur og fé­laga­sam­tök á borð við Solaris og No Bor­ders hafi tekið af­stöðu með fjöl­skyldunni og sýnt það í verki. „Fjöl­skyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“segir Magnús.

Hann segir ó­skandi að mál þetta verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Út­lendinga­stofnun breyti verk­lagi sínu með til­liti til mats á hags­munum barna.

„Slíkt mat á á­vallt að vera sjálf­stætt og heild­stætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka á­kvörðun í hverju máli sem er við­komandi barni fyrir bestu. Rétt­lætið sigrar stundum,“ segir Magnús.