Fyrrum lands­liðs­maðurinn Eggert Gunn­þór Jóns­son hefur sent frá sér yfir­lýsingu um á­sakanir um meint kyn­ferðis­brot sem hann er sagður hafa framið gagn­vart konu á­samt Aroni Einari Gunnars­syni, eftir land­leik ís­lenska karla­lands­liðsins í Dan­mörku árið 2010.

Eggert segir það vera „hrika­legt á­fall að vera á­sakaður um hræði­legt of­beldis­brot“ og segist vera „full­kom­lega sak­laus“ af því sem hann var á­sakaður um.

Yfir­lýsingu Eggerts má lesa í heild sinni hér að neðan:

Undan­farnar vikur hafa fjöl­miðlar fjallað um at­vik sem á að hafa átt sér stað í Kaup­manna­höfn árið 2010 þar sem tveir lands­liðs­menn hafa verið bornir þungum sökum. Ég er annar um­ræddra lands­liðs­manna.

Það er hrika­legt á­fall að vera á­sakaður um hræði­legt of­beldis­brot vegna at­viks sem var svo sannar­lega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjöl­miðlum.

Ég hef reynt að skýla mér og fjöl­skyldu minni fyrir kast­ljósi fjöl­miðla þar sem ég hafði fram að birtingu fréttar Stundarinnar í dag ekki verið nafn­greindur. Föstu­daginn 1. októ­ber síðast­liðinn hafði ég hins­vegar þegar óskað eftir því að vera boðaður í skýrslu­töku til að skýra frá minni hlið.

Þar sem ég hef ekki enn fengið tæki­færi til að skýra mál mitt á réttum vett­vangi og sökum um­fjöllunar frétta­miðla í dag tel ég mig hins­vegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opin­ber­lega yfir að ég er full­kom­lega sak­laus af því sem ég hef verið sakaður um.

Ég vona að málið komist í réttan far­veg hið snarasta svo ég geti hreinsað mig af þessum á­sökunum.

Eggert Gunn­þór Jóns­son.