Fjallað var um Vöggustofumálið í sérstökum þætti á Hringbraut fyrr í kvöld. Fjallað hefur verið um málið og þau börn sem vistuð voru þar og sættu illri meðferð eða ofbeldi á meðan dvölinni stóð.
Viðar Eggertsson, leikstjóri, er einn viðmælenda í þættinum en hann segir frá þeim áhrifum sem hann varð fyrir eftir að hafa dvalið á Vöggustofunni að Hlíðarenda. Viðar og tvíburasystir voru líklega þau börn sem dvöldu lengst á Hlíðarenda, en þau dvöldu þar í tvö og hálft ár.
Þau systkinin voru einungis sautján daga gömul þegar þau voru vistuð á Hlíðarenda. Viðar segist einungis nýlega vera búinn að komast að því. „Ég vissi að við vorum ung, en ekki svona ung,“ segir Viðar.
Hægt er að horfa á þáttinn af Hringbraut í heild sinni hér að neðan: