„Ráð­herr­ar og vald­haf­ar geta í­trek­að mis­boð­ið sið­ferð­is­kennd al­menn­ings og hald­ið svo á­fram eins og ekk­ert sé,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunn­a Ævars­dótt­ir, þing­mað­ur Pír­at­a, sem sagð­i af sér for­mennsk­u í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is í gær.

Þett­a gerð­i Þór­hild­ur Sunn­a til að mót­mæl­a for­dæm­a­lausr­i nið­ur­stöð­u á at­hug­un á hæfi Kristj­áns Þórs Júl­í­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­a vegn­a tengsl­a hans við Sam­herj­a. Meir­i­hlut­i nefnd­ar­inn­ar komst að þeirr­i nið­ur­stöð­u, eft­ir að hafa neit­að minn­i­hlut­an­um um frek­ar­i gagn­a­öfl­un og gest­i, að ekk­ert væri at­hug­a­vert í máli ráð­herr­ans. Mál­in­u var lok­ið með bók­un í ó­sætt­i sem Þór­hild­ur Sunn­a seg­ir setj­a hætt­u­legt for­dæm­i.

„Þess­i bók­un er vond nálg­un frá meir­i­hlut­a til þess að loka máli í ó­sætt­i. Meir­i­hlut­inn er bú­inn að lýsa því yfir að hann telj­i mál­in­u lok­ið og ef minn­i­hlut­inn reyn­ir að hald­a því á­fram þá verð­ur til eitt­hvað hring­leik­hús fá­rán­leik­ans þar sem at­kvæð­a­agr­eiðsl­ur og bók­an­ir gang­a mann­a á mill­i og þett­a verð­ur bara að ein­hverj­u rugl­i. Mér fannst ó­á­sætt­an­legt að taka þátt í þess­u og mér fannst ó­á­sætt­an­legt að sjá for­sæt­is­ráð­herr­a bless­a þenn­an verkn­að og treyst­a því að þett­a væri góð nið­ur­stað­a.“

„Ég vil svipta hulunni af því sem er í gangi. Þetta er ekki í boði lengur.“ Þórhildur Sunna ræddi við Fréttablaðið rétt eftir að hún tilkynnti afsögn sína sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Fréttablaðið/Valli

Traðkað á eftirlitshlutverki minnihlutans

„Meirihlutinn sér engan tilgang í að hafa eftirlit með sjálfum sér. En til þess er minnihlutinn, til þess að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og ráðherrum sem sitja í skjóli meirihlutans. Þau eru að sýna fram á það að þau geta, með meirihlutavaldi, traðkað á rétti minnihlutans með því að loka frumkvæðisathugun þegar þær eru ekki fullkláraðar.“

„Það er það sem ég er að mótmæla; að nota persónuróg og árásir til þess að skýla því sem raunverulega á sér stað.“

Þór­hildur Sunna segir meiri­hlutann hafa reynt frá upp­hafi að tefja rann­sóknina. Rétt eftir að þáttur Kveiks fór í loftið og ráð­herra greindi frá því að hann hefði hringt í Þor­stein Má Baldurs­son, for­stjóra Sam­herja, til að at­huga hvernig honum liði, lagði Þór­hildur Sunna til að kalla ráð­herra á opinn fund. Meiri­hlutinn hafi lagst gegn þeirri til­lögu.


„Hann lýsir því líka í kjöl­farið sem ráð­herra­at­höfn. Mér fannst það svo merki­legt og vildi tala við hann um það. Hvers konar ráð­herra­at­höfn er það að hringja í vin sinn og spyrja hvernig honum líður á sama tíma og þú ert ráð­herra yfir mála­flokknum sem væntan­lega á að gera eitt­hvað í þessu öllu saman?“


Þegar hún hafi lagt til að hefja frum­kvæðis­at­hugun fyrir jóla­frí hafi meiri­hlutinn einnig tekið veru­lega illa í þá til­lögu. Meiri­hlutinn hafi gert mikið mál úr því að þetta væru „svo margir fundir, svo margir gestir og svo margar spurningar“, en enginn sér­stakur kvóti sé á því hversu margra spurninga minni­hlutinn megi spyrja.

„Ég get setið þarna áfram og látið eins og ég sé fullgildur formaður þessarar nefndar. Ég nýt ekki virðingar sem slíkur, ég fæ ekki að stýra nefndinni og ég nýt ekki sammælis heldur verð fyrir grófum og linnulausum aðdráttunum frá nefndarmönnunum mínum.“
Fréttablaðið/Valli

Á að vera hlutlaus, hljóð og sæt

Ósætti var meðal nefndarmanna frá byrjun. Áður en frumkvæðisathugun hófst lagði Þór­hildur Sunna til að hún yrði fram­sögu­maður málsins. Meiri­ hlutinn hafnaði því og lagði þá Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, til að Líneik Anna Sæ­vars­dóttir, þing­maður Fram­sóknar­flokksins, yrði fram­sögu­maður og var það samþykkt.

Þórhildur Sunna segir að meirihlutinn hafi talið hana ekki nógu hlutlausa til að leiða málið.

„Þetta er bara orðið að skrípaleik og verið að nota mig sem einhvers konar táknmynd um að minnihlutinn hafi einhver áhrif. Það er bara ekki raunin.“

„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er engin stjórnsýslunefnd. Það er ekki spurning um okkar hæfi eða afstöðu okkar til mála. Okkur ber engin hlutleysisskylda. Við erum í raun kjörin til hafa skoðanir á hlutunum og viðra þær. Um það snúast þessi þingstörf aðallega. En ef skoðanir eru ekki valdhöfum að skapi þá eigum við að vera hlutlaust, hljóð og sæt.“

Líneik Anna hafi leitt málið með almennum spurningum og fékk minnihlutinn aldrei tækifæri til að óska eftir nánari upplýsingum frá forsætisráðuneyti og sjávarútvegsráðuneytinu, ræða við Þorstein Má forstjóra og fjölmiðlamanninn Helga Seljan.

Minnihlutinn vildi ræða við Helga Seljan fjölmiðlamann og Þorstein Má Baldursson forstjóra Samherja í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Meirihlutinn lagðist hins vegar gegn því.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

„Hringleikahús fáránleikans“

„Meiri­hlutinn gerir mjög lítið úr rétti okkar til að spyrja spurninga; hvort sem það eru fyrir­spurnir, skýrslu­beiðnir eða frum­kvæðis­at­hugun,“ segir Þór­hildur Sunna. Málið er miklu stærra að mati hennar vegna þess hvernig meiri­hlutinn á­kvað að ljúka því.

„Ég vil svipta hulunni af því sem er í gangi. Þetta er ekki í boði lengur. Annað­hvort læra þau af þessu og bera meiri virðingu fyrir minni­hlutanum eða það verður al­menningi æ ljósara hvernig þessi meiri­hluti kýs að fara með sitt dýr­mæta vald.“

Kveðst Þór­hildur Sunna ekki vilja taka lengur þátt í þessu „hring­leika­húsi fá­rán­leikans“ eins og hún lýsir á­standinu.

„Ég upp­lifði þetta líka sem á­kveðna leið til þess að skýla sér bak við til að þurfa ekki að sæta eftir­liti. Það er það sem ég er að mót­mæla; að nota per­sónu­róg og á­rásir til þess að skýla því sem raun­veru­lega á sér stað, sem er að standa gegn eftir­liti fullum fetum.“

„Engin manneskja er stærri en embættið sem hún gegnir,“ segir Þórhildur Sunna.
Fréttablaðið/Valli

Varðhundar valdsins

Þórhildur Sunna sagði í ræðu sinni á þingi í gær að meirihlutinn væri að beita aðferðarfræði þöggunar til að kæfa málið. Hún segir meirihlutann einfaldlega ekki vilja að eftirlit eigi sér.

„Villmundur Gylfason talaði um að þessir varðhundar valdsins muni ráðast að okkur með gífuryrðum, þeir muni loka fjölmiðlunum og þeir munu láta allt líta út fyrir að vera upphlaup eða gífuryrði. Þetta er aðferðarfræðin sem meirihlutinn hefur verið að nota. Að gera persónu þeirra sem gagnrýna að einhverju viðfangsefni í staðinn fyrir að takast á við gagnrýnina sjálfa. “

„Ég er ekki mikilvægari en hlutverk nefndarinnar og ætla ekki að láta draga mitt nafn í svaðið til þess að réttlæta það að hún virki ekki.“

Hún segir ábyrgðarleysi vera viðvarandi vandamál í íslenskri stjórnmálamenningu ásamt því áliti að persónan sé stærri en stóllinn sem hún situr í. Hún segir minnihlutann hafa engin áhrif í raun.

Engin manneskja stærri en embættið

„Ég vil senda þau skilaboð að engin manneskja er stærri en embættið sem hún gegnir. Það er mikilvægt að embættið nýti einhvers trausts. Það er búið að gera mér mjög erfitt fyrir að sinna hlutverki formanns nefndarinnar. Þetta er bara orðið að skrípaleik og verið að nota mig sem einhvers konar táknmynd um að minnihlutinn hafi einhver áhrif. Það er bara ekki raunin.“

Því hafi hún ákveðið að segja af sér formennsku. „Ég get setið þarna áfram og látið eins og ég sé fullgildur formaður þessarar nefndar. Ég nýt ekki virðingar sem slíkur, ég fæ ekki að stýra nefndinni og ég nýt ekki sammælis heldur verð fyrir grófum og linnulausum aðdráttunum frá nefndarmönnunum mínum. Þá finnst mér mikilvægara að þetta embætti fái að halda sér. Ég vil ekki að þau hafi þessi tangarhöld á því að ég sé ástæða þess ekki sé hægt að sinna neinu eftirliti. Ég er ekki mikilvægari en hlutverk nefndarinnar og ætla ekki að láta draga mitt nafn í svaðið til þess að réttlæta það að hún virki ekki.“

Jón Þór tekur við

Til stendur að Jón Þór Ólafs­son, flokks­bróðir Þór­hildar Sunnu, taki við for­menns­kunni. „Ég held að meiri­hlutinn hafi fengið þann for­mann sem hann þarf akkúrat núna,“ segir hún um eftir­mann sinn.

„Ef hann verður fyrir sömu á­rásum og ég þá stað­festir það auð­vitað þennan ein­beitta brotar­vilja. Þá er það ekki bara ég og mín per­sóna sem fer af­skap­lega í taugarnar á fólki heldur er það skýrt hvert mark­mið þeirra er með þessari að­ferðar­fræði.“