Hildur Björns­dóttir, borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins sem sækist eftir odd­vita­sæti flokksins fyrir borgar­stjórnar­kosningarnar í vor, segir af ein­lægni og hispurs­leysi frá glímu sinni við krabba­mein í við­tals­þættinum Manna­mál sem sýndur verður á Hring­braut í kvöld. Hún kveðst þar strax hafa verið stað­ráðin í að sigrast á krabbanum, enda þótt æxlið sem fannst í brjóst­holi hafi verið æði stórt. Hugar­farið í bar­áttunni við krabbann hafi skipt miklu máli, svo og sam­vinnan og sam­staðan innan fjöl­skyldunnar, þar á meðal við sex ára son sinn sem hafi jafnt stappað stálinu í mömmu sína og aðra í kring, svo sem skóla­fé­laga sína.

Krabbinn upp­götvaðist fyrir fimm árum, þegar Hildur var ný­búin að fæða yngstu dóttur sína, en hún var að­eins sjö daga gömul þegar ó­sköpin dundu yfir. En allt hafðist þetta að lokum – og segir Hildur að það hafi ekki síst hjálpað henni að hafa talað opin­skátt um bar­áttu sína við veikindin, jafnt innan heimilis sem utan.

Hér má sjá brot úr þættinum sem er frum­sýndur á Hring­braut klukkan 19:00 í kvöld og endur­sýndur strax aftur klukkan 21:00.