Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra þakkar fylgj­endum sínum stuðninginn í próf­kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í færslu sem hún birti fyrir skemmstu á Face­book. Þar segist hún vera stolt af sjálfri sér.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá er Ás­laug nú í öðru sæti sam­kvæmt nýjustu tölum sem birtust klukkan 21. Von er á nýjum tölum klukkan 23:00 en Guð­laugur Þór Þórðar­son situr í fyrsta sæti.

„Ó­trú­lega stolt af sjálfri mér, fólkinu mínu og bar­áttunni. Því­líkur kraftur,“ skrifar Ás­laug Arna. Hún segir ekki annað hægt en að fagna próf­kjörinu þó úr­slit liggi ekki fyrir.

„Takk öll fyrir stuðninginn og gleðina, þótt úr­slit liggi ekki fyrir þá er ekki hægt annað en að fagna risa­stóru próf­kjöri í Reykja­vík, gríðar­legum stuðningi í efstu sætin til að leiða lista fyrir næstu kosningar og fólkinu mínu sem hefur staðið svo þétt við bakið á mér þegar ég fer ó­hrædd í hlutina oft gegn ráðum fjölda fólks og óska eftir stórum verk­efnum. Ég segi bara TAKK!“