Ein­elti, hatur­s­orð­ræða og kyn­þátta­for­dómar tengist allt, að sögn Sól­eyjar Lóu Smára­dóttur, fimm­tán ára grunn­skóla­stúlku sem stigið hefur fram og sagt frá kyn­þátta­for­dómum sem hún hefur orðið fyrir.

„Ég gæti sagt að þetta tengist allt að ein­hverjum vissum punkti, því að þetta er allt ljót sem er að gerast í kringum hatur­s­orð­ræðu, ein­elti og for­dóma. Ekkert við þetta er gott og þetta ætti ekki að gerast. Ég myndi segja að þetta tengist allt,“ segir Sól­ey Lóa, en hún og Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, voru gestir í Frétta­vaktinni í kvöld.

Sól­ey Lóa segist oft hafa heyrt um­mæli sem henni hefur fundist ó­þægi­leg. „Mér finnst að þetta ætti bara alls ekki að vera, því að það er svo leiðin­legt að fá eitt­hvað svona á móti sér, bara af því að maður er dökkur á hörund eða af því að maður er ein­hvern vegin öðru­vísi,“ segir hún.

„Þetta ætti alls ekki að vera svona, engum ætti að líða illa yfir að hafa fæðst svartur eða ein­hvern veginn litaður eða að­eins öðru­vísi, því ég ræð ekki hvernig ég fæðist, ég bara fæddist svona. Það að sam­fé­lagið tekur ekki hlý­lega á móti mér, ég skil það ekki,“ segir Sól­ey Lóa.

Sól­ey Lóa gagn­rýndi við­brögð skóla­stjórans í grunn­skólanum hennar eftir að hún til­kynnti þá for­dóma sem hún hefði orðið fyrir. Skóla­stjóranum hafi fundist „klikkað“ að heyra þetta frá Sól­eyju Lóu en vegna fárra nem­enda sem eru dökkir á hörund hafði hún aldrei þurft að kljást við svona vanda­mál.

„Þetta var í fyrsta sinn sem hún var að fá svona mál, þannig að hún kunni örugg­lega ekki alveg að bregðast við svona, en hvernig hún brást við, það skildi ég ekki, því það tók hana svo langan tíma að púsla því saman hvað hún átti að gera,“ sagði Sól­ey Lóa.

Sóley Lóa og Katrín Jakobsdóttir voru gestir í Fréttavaktinni, sem sjá má í heild sinni hér að neðan.