Birgir Dýr­fjörð hefur sagt sig úr upp­stillinga­nefnd Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Birgi þar sem hann segist óttast að flokkurinn fremji ó­dæðis­verk gegn ó­virkum alkó­hól­istum.

Birgir er for­maður lands­mála­fé­lagsins Rósarinnar og á þar með sæti í upp­stillingar­nefndinni. Líkt og Frétta­blaðið greindi frá var Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður flokksins, ekki meðal efstu fimm í könnun Sam­fylkingarinnar.

Ljóst er á til­kynningu Birgis að hann telur illa farið með Ágúst. Hann tekur fram að hann hafi undir­ritað þagna­reið um störf sín og vilji ekki rjúfa það, sér sé því að­eins fært að ræða sínar per­sónu­legu á­stæður fyrir brott­för sinni úr nefndinni.

Lýsir Birgir því hvernig hann hafi oft lent í því að drekka sig úr karakter og ausa sví­virðingum og til­hæfu­lausum á­sökunum yfir fólk. 40 ár séu næsta sumar frá því hann viður­kenndi van­mátt sinn gagn­vart á­fengi.

„Ég er svo lán­samur að hafa um­gengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn,“ skrifar Birgir og vísar þar næst í mál Ágústs Ólafs. Þing­maðurinn leitaði sér að­stoðar SÁÁ vegna á­fengis­vanda, eftir að hafa gengist við á­sökunum á hendur sér um kyn­ferðis­lega á­reitni.

„En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannan­lega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd van­hæf og brott­rekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í öl­æði. Það finnst mér skelfi­legt ó­dæðis­verk gegn ó­virkum alkó­hól­istum,“ skrifar Birgir.

„Ég óttast að Sam­fylkingin fremji nú það ó­dæðis­verki gegn ó­virkum alkó­hól­istum. Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér, - og get ekki annað,“ skrifar hann. Hann segir eðli­legt að spurt sé hvers vegna hann taki ekki slaginn og láti sig hverfa af vettvnagi.

„Því er til að svara, að ég hef ekkert dag­skrár­vald í málinu. Það hefur for­maðurinn einn. Einnig er því til að svara, að þrátt fyrir að í upp­stillingar­nefnd sé heiðar­legt vel meinandi og gott fólk, þá finn ég mjög fyrir nöprum næðingi heiftar, sem ég ræð ekki við að stöðva. Ekki frekar en troða striga­poka upp í norðan­gáttina.“