Krist­björg Kjeld stendur enn á leik­hússviði 86 ára gömul. Síst fækkar verk­efnunum og hefur hún til að mynda sam­þykkt að fara með aðal­hlut­verk í verki sem frum­sýnt verður árið 2023. Hún segir það mikið lán að hafa fulla heilsu og geðið í lagi.

Verkið sem María Reyn­dal hefur samið við Krist­björgu um að fara með aðal­hlut­verkið í fer á fjalirnar 2023 „Ég lofaði Maríu að tóra fram að því,“ segir Krist­björg og hlær. „Ég treysti Maríu alveg 100 prósent.“

Að­spurð hvernig gangi að læra heilu hlut­verkin utan­bókar svarar hún hrein­skilin: „Það hefst, en ég er miklu lengur að læra texta en ég var. Þetta síaðist bara inn í mann í gamla daga án þess að maður hefði á­hyggjur af þessu. Núna þarf maður að setjast svo­lítið niður og læra. Svo þegar maður er búinn að læra textann þá situr hann, sem betur fer.“