Jakob Frí­mann Magnús­son, þing­maður Flokk fólksins, var með heldur betur á­huga­verða ræðu á Al­þingi í dag er hann sýndi þing­heim með mikilli á­kefð út­prentaða ljós­mynd af sauð­kind.

„Ég kynni hér ykkur þjóðar­s­auð,“ sagði Jakob Frí­mann og snéri sér í hring til að tryggja að þing­heimur og Birgir Ár­manns­son for­seti Al­þingis sæju myndina.

Í lok ræðunnar þurfti Birgir að á­minna Jakob fyrir gjörninginn en mynd­skreytingar í ræðu­stól eru ekki heimilar sam­kvæmt þeim þing­sköpum.

„For­seti þekkir af­stöðu þing­manns til þess en verður þó að gera at­huga­semdir við þetta á þeim grund­velli að þing­sköp heimila ekki mynd­skreytingar eða aðra auka­hluti í ræðu­flutningi. Hátt­virt þing­maður getur með lit­ríku orða­lagi komið skila­boðum sínum vel á fram­færi,“ sagði Birgir og upp­skar bros og hlátur frá við­stöddum meðal annars Jakobi.

Jakob Frímann vildi vera alveg viss að Birgir sá sauðinn.
Fréttablaðið/skjáskot

„Hugum að fé voru með ó­hefð­bundnum hætti“

Jakob fór um víðan völl í ræðu sinni sem snérist að mestu um að efla traust á inn­viðum Ís­lands, af­urðum, al­þjóða­við­skiptum, stækkandi efna­hag og pólitískum stöðug­leika.

„Orku­skipti eru þegar hafin. Olían eða svarta gullið er senn á út­leið sem orku­gjafi. Græn orka, okkar græna gull, mun sem orku­gjafi senn leysa svarta gullið af hólmi. Af því græna eigum við sem betur fer gnótt og sú staða ein og sér færir okkur aukin færi til sóknar í betra og heil­brigðara efna­hags- og mynt­um­hverfi,“ sagði Jakob Frí­mann.

„Hugum að fé voru með ó­hefð­bundnum hætti og lítum sem snöggvast á okkar fjöl­þætta og marg­háttaða fé, okkar glæsta þjóðar­auð sem lit­ríkan splunku­nýjan þjóðar­s­auð — ég kynni hér ykkur þjóðar­s­auð,“ sagði Jakob Frí­mann og dró upp myndina til að sýna þing­heim.

„Þegar horft er til svo lit­ríks þjóðar­s­auðar verður ekki hjá því komist að okkar eigin sjálfs­trausti sem þjóðar vaxi enn fiskur um hrygg, vaxtar­færin blasa nefni­lega alls staðar við. Ára­tuga­stríð við vind­myllur verð­bólgu, vaxta og launa er von­laust stríð ef ekki má ráðast að rótum vandans heldur einungis af­leiðingum hans. Sauðurinn stendur á fjórum megin­stoðum, gulum, rauðum grænum og bláum. Í stað gull­fótar sjáum við gul­lfót hug­verka og skapandi greina, græn­fót grænnar orku og auð­linda jarðar, blá­fót sjávar­út­vegsins og rauð­fót fót ferða­þjónustu og fleiri þátta,“ sagði Jakob Frí­mann.

„Ís­lendingar eru ekki á leið í Evrópu­sam­bandið en við getum ekki litið fram hjá mikil­vægi þess að verð­gildi okkar ís­lenska fjár verði fram­vegis speglað í mynt sem nýtur viður­kenningar og trausts í al­þjóða­við­skiptum, al­vöru­stöðug­leika og hag­felldara sam­keppnis­um­hverfis,“ hélt Jakob áfram.

„Aðal­at­riðið er að við viljum að al­menningur á Ís­landi, ein­staklingar, fjöl­skyldur og fyrir­tæki, fái notið þeirra mann­réttinda að geta treyst því að tekin lán og láns­kostnaður sem um er samið í upp­hafi standist. Við erum rík þjóð. Allar aðrar ríkar þjóðir hafa fyrir löngu leyst sín mynt- og gengis­mál til fram­búðar. Því spyr ég fjár­mála­ráð­herra: Eigum við ekki að sam­einast um að fara að þeirra for­dæmi og hefja saman, í fylgd þjóðar­s­auðarins okkar, nýja veg­ferð í mark­vissri leit að far­sælli og varan­legri lausn í þessum efnum?“spurði Jakob Frí­mann.

Bjarni Benediktsson hafði gaman af uppátæki Jakbos.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Vandamál ekki leyst með yfirlýsingum um vindmyllur

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, þakkaði Jakobi fyrir lit­ríka og á­huga­verða ræðu sem fékk hann til að hugsa um gamla góða 100 kr. seðilinn sem var ein­mitt sauð­fénu á annarri hliðinni.

„En ég tel að við getum ekki af­greitt vanda­mál okkar eða verk­efni með því að lýsa því yfir að við séum í reynd bara fást við vind­myllur vaxta og launa, eins og komist var að orði. Mín skoðun er að til þess að ná meiri árangri í stjórn hag­kerfisins og efna­hags­mála al­mennt, sem myndi þá miða að því að hafa að jafnaði lægra vaxta­stig og að jafnaði ekki jafn mikinn mun á verð­bólgu­stiginu á Ís­landi og í öðrum löndum, þá þurfum við að stíga stærri skref til að taka sjálf meiri á­byrgð á stöðunni,“ sagði Bjarni.

„Í þessu sam­bandi er nær­tækt t.d. að vísa til skýrslu sem kom út fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem Katrín Ólafs­dóttir annars vegar og síðan Arnór Sig­hvats­son hins vegar fóru að­eins yfir launa­myndun á Ís­landi og á­hrif hennar og sam­hengi við vexti og verð­bólgu og það hvernig við höfum ekki náð að þroska ís­lenskan vinnu­markað með þeim hætti að sam­mælast um það að verk­efni kjara­samninganna hverju sinni sé að skil­greina svig­rúmið til launa­hækkana og ráð­stafa því síðan í kjara­lotunni.“

„Þar sem við horfum upp á ein­mitt þessa dagana er í raun og veru þver­öfugt við það þar sem engin sam­eigin­leg sýn er á það hvert svig­rúmið er. En allir ætla sér að verða fyrstir til að taka sem stærsta sneið af kökunni. Þetta er á­skrift á við­varandi hærra vaxta- og verð­bólgu­stig nema við tökum betur á­byrgð á stöðunni, beitum saman þeim tækjum sem við höfum; Seðla­bankinn, hið opin­bera, ríki og sveitar­fé­lög og vinnu­markaðurinn,“ sagði Bjarni að lokum.