Bæjar­ráð Garða­bæjar sam­þykkti í dag að ganga til við­ræðna við Sam­tökin ´78 um starfs­­samning til að efla hin­­segin fræðslu og vitundar­vakningu um hin­­segin mál­efni í grunn­­skólum sveitar­­fé­lagsins.

Álfur Birkir Bjarna­­son, for­­maður Sam­takanna ´78, fagnar sam­þykktinni og segist hlakka til að setjast að samninga­­borðinu með full­­trúum Garða­bæjar til að ræða þetta brýna mál­efni.

Leggja áherslu á fræðslu inn í grunnskólana

„Það helsta sem við myndum leggja á­herslu á í þessum samningi er að þarna komi hin­­segin fræðsla frá okkur inn í grunn­­skólana sem og að­koma að fé­lags­mið­­stöðinni okkar fyrir hin­­segin ung­­menni,“ segir Álfur. Samningurinn yrði á pari við þá sem sam­tökin hafi þegar gert við önnur sveitar­­fé­lög.

„Nú þegar erum við með þjónustu­­samning við Reykja­­vík, Hafnar­fjörð, Grinda­­vík og Snæ­­fells­bæ. Garða­bær yrði þá fimmta sveitar­­fé­lagið á landinu sem semur við okkur,“ segir Álfur.

Að­­spurður segir hann að al­­mennt séð sé vel haldið utan um fræðslu í hin­­segin mál­efnum, þá sér­­stak­­lega í þeim sveitar­­fé­lögum sem hafi mál­efni hin­­segin fólks á skipu­lagi sínu og stefnu.

„Hingað til hefur þetta verið mjög flott hjá þeim, en okkar fræðsla beinist aðal­­­lega til starfs­­fólks grunn­­skólanna og svo til grunn­­skóla­­nem­enda. Eins og þetta er núna, til dæmis Grinda­­vík og Snæ­­fells­bæ, þá komum við inn í lífs­­leikni í þriðja, sjötta og níunda bekk. Þetta er stig­­skipt fræðsla, en smám saman verður þetta skýrara þegar krakkarnir eldast,“ segir Álfur.

Telur að alltaf megi gera betur

Þrátt fyrir al­­menna vitundar­vakningu í sam­fé­laginu um mál­efni hin­­segin fólks segir Álfur að alltaf mega gera betur, þá sér­stak­lega innan skóla­kerfisins. Til dæmis sé erfitt að nálgast skóla­­stjórn­endur sveitar­fé­laga þar sem þessi mál­efni eru ekki á stefnu­­skrá sveitar­­fé­lagsins.

„Á mörgum stöðum veltur þetta helst á geð­þótta skóla­­stjórn­enda og það er bara mis­erfitt að ná til þeirra. Þeir eru kannski allir af vilja gerðir, en hafa mis­­mikið fjár­­magn, mis­­skýra stefnu í þessu sjálf og sjá mis­­mikla þörf. Þannig að stundum þarf maður að selja þeim hug­­myndina um að koma,“ segir Álfur.

Álfur segist spenntur fyrir þessu verk­efni, sér­stak­lega þar sem Garða­bær sé stórt sveitar­­fé­lag. „Þetta eru fimm grunn­­skólar í Garða­bæ, þannig að þetta eru feiknar mörg börn sem fá þessa þjónustu. Við vonum að þetta gefist vel og höfum fulla trú á því, segir Álfur. Hann hvetur fleiri sveitar­­fé­lög til að í­huga að gera slíkan samning við sam­tökin. „Við erum alltaf til.“