Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í far­þega­flug­vél á al­þjóða­flug­vellinum í Miami síð­degis í gær.

Vélin var að koma til lendingar eftir flug frá Santo Domingo í Dóminíska lýð­veldinu þegar lendingar­búnaður gaf sig. Vélin rann að hluta út af flug­brautinni og kom eldur upp í kjöl­farið.

Í fréttum banda­rískra fjöl­miðla kemur fram að 126 far­þegar hafi verið um borð og voru þrír fluttir á sjúkra­hús með minni­háttar meiðsl. Eðli málsins sam­kvæmt greip mikill ótti um sig meðal far­þega eftir að eldurinn kom upp og vélin fylltist af reyk.

„Fólk var skelfingu lostið,“ segir einn far­þeganna á meðan annar bætir: „Ég hélt ég myndi deyja.“ Vélin, sem er af gerðinni MD-82, var á vegum Red Air sem er ný­legt lág­gjalda­flug­fé­lag í Dóminíska lýð­veldinu.