Björn Snæ­björns­son, for­maður Einingar-Iðju á Akur­eyri, aðal­maður í stjórn ASÍ og fyrr­verandi for­maður Starfs­greina­sam­bandsins, segir hóp­upp­sagnir Eflingar muni skaða verka­lýðs­hreyfinguna. Þetta kemur fram í sam­tali hans við mbl.is.

Hann segist for­dæma það verk­lag að stéttar­fé­lag fari í hóp­upp­sögn „þar sem að við höfum barist fyrir því í gegnum árin að menn beiti ekki hóp­upp­sögnum.“ Hann segir það sé verið að vega að hlutum sem barist hefur verið fyrir í ára­tugi.

„Ég hélt að stéttar­fé­lag myndi aldrei fara í svona að­gerðir“ segir Björn.

Vil­hjálmur Birgis­son tók sæti Björns sem for­maður Starfs­greina­sam­bandsins í lok mars. Björn segir Vil­hjálm hljóta að hafa sínar á­stæður fyrir því að vilja ekki for­dæma málið, en hann hefur ekki enn þá viljað for­dæma upp­sagnirnar.

„Ég hef trú á því að Vil­hjálmur sé mikill bar­áttu­maður og ég hef trú á því að honum líði ekkert vel út af þessu“ segir Björn.