Birna Dröfn Jónasdóttir
Sunnudagur 12. mars 2023
12.14 GMT

Einar Bárðar­son ræðir um líf sitt og ferilinn í ein­lægu við­tali við Helgar­blað Frétta­blaðsins.

Fyrir nokkrum árum síðan hætti Einar að drekka, hann hélt að í kjöl­farið myndi hann grennast. Hann fór hins vegar að verð­launa sig með ýmsu öðru en á­fengi.

„Ég hef alltaf verið í yfir­vigt og í smá­slag við það en síðustu ár hef ég fundið smá jafn­vægi í þessu og í dag er ég léttari en ég hef verið svona síðustu 10 eða 20 árin þannig að mér líður bara vel,“ segir hann.

„En ég hef aldrei verið í ein­hverjum sjálfs­á­sökunum eða liðið illa yfir því hvernig ég er eða hvernig ég er ekki. Ég er með rosa­lega mikið sjálfs­traust og kannski meira en góðu hófi gegnir,“ út­skýrir hann.

Einar Bárðarson.
Fréttablaðið/Valli

„Ein­hvern tímann fannst manni skrítið að fólk með anorexíu sæi ekki vandann þegar það lítur í spegil en þegar maður horfir svo sjálfur í spegil og sér ekki að maður sé of þungur þá fattar maður að maður sé að glíma við sam­bæri­legt vanda­mál frá hinum endanum, að þetta sé ein­hvern veginn tengt sjálfs­myndinni,“ segir Einar.

„Ég sé ekki líkam­lega heilsu mína í spegli, ég þarf að mæla hana ein­hvern veginn öðru­vísi,“ segir Einar sem reynir að hjóla mikið og hefur mikinn á­huga á hreyfingu, hann á meðal annars Hengils Ultra hlaupið og Kia gull­hringinn, fjöl­menn al­mennings­í­þrótta­mót.

Athugasemdir