Bjarni Bene­dikts­­son, for­­maður Sjálf­­stæðis­­flokksins og fjár­­mála­ráð­herra, segist ekki vera á leið úr stjórn­­málum og segist hafa á­huga á að halda stöðu sinni á­­fram. Ó­­­tíma­bært sé að velta fyrir sér fram­­tíð sinni sem for­­maður flokksins.

„Við munum að öllum líkindum halda lands­fund á næsta ári. Eigum við ekki að byrja á því að fá dag­­setningu á þann fund,“ sagði Bjarni í sam­tali við RÚV. Bjarni hefur raunar í­trekað svarað fyrir fréttir um að hann sé á leið úr for­­manns­­stólnum en há­værar sögu­­sagnir hafa verið um breytingar í ranni Sjálf­­stæðis­­flokksins. Hann hefur sagt að um sé að ræða til­­hæfu­­laust slúður sem enginn fótur sé fyrir.

„Eins og sakir standa er ég bara í fullu fjöri og sé ekki fyrir mér að hætta í stjórn­­málum. Ég ætla ekki að fara í fram­­boðs­ræðu núna án þess að fundur hafi einu sinni verið dag­­settur eða á­­kveðinn,“ sagði Bjarni aukin­heldur við RÚV.

„Við þurfum öll að meta stöðu okkar reglu­­lega og spyrja okkur hvort við höfum það sem til þarf til þess að halda á­­fram. Staðan hjá mér í augna­blikinu er sú að ég hef á­huga á því að halda á­­fram og svo svörum við þessu þegar það er tíma­bært.“

Þá svaraði Bjarni því í gær að nýr dóms­­mála­ráð­herra yrði kynntur „mjög bráð­­lega“ en vildi ekki til­­­taka neina dag­­setningu. Þór­­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir hefur gegnt em­bætti dóms­­mála­ráð­herra frá því að Sig­ríður Á. Ander­­sen sagði af sér.