Ingvar Pétur Guð­björns­son, sveitar­stjórnar­full­trúi og odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Rang­ár­þingi ytra, hafnar þeirri skýringu að um ein­föld skemmda­verk hafi verið að ræða er ein­hver skar niður alla regn­boga­fánanna á Hellu.

Frétta­blaðið greindi frá málinu í gær og sögðu odd­viti sveitar­stjórnar Rang­ár­þings ytra og stað­gengill sveitar­stjóra málið hið leiðin­legasta. Lög­reglan sagði verknaðinn ekki haturs­glæp heldur skemmdar­verk sem tengdist fánunum ekki sem slíkum og hafa um­mælin vakið tals­verð við­brögð fólks á sam­fé­lags­miðlum.

„Ég hef ekkert tjáð mig um þetta mál þar sem ég reiknaði með að lög­reglan myndi upp­­­lýsa þetta hratt og vel með öllum þeim mynda­­vélum sem eru í þorpinu og úti­­lokað að þeir sem voru að verki hefðu getað gert þetta ó­­­séðir. En það er ein­hver bið á því. Þar sem bók­staf­­lega allir regn­­boga­fánar þorpsins voru skornir niður og lík­­lega ærsla­belgurinn enn einu sinni (ó­­­stað­­fest) dreg ég þá á­­lyktun að heima­­menn hafi verið að verki,“ skrifar Ingvar Pétur í færslu í kvöld.

„Það er pláss fyrir alla“

„Aðrir hefðu ekki haft fyrir því að leita þá uppi eða vitað af ærsla­belgnum. Ég hafna því sömu­­leiðis að hér hafi verið um ein­­föld skemmdar­­verk að ræða. Þetta voru allir regn­­boga­fánarnir. Ekki til­­­fallandi fáni. Það er því á­­stæða fyrir glæpnum og mark­mið/skila­­boð. Ógn­væn­­legt satt að segja. Ég vona að þessir aðilar finnist og fái tæki­­færi til að bæta fyrir og læra af þessu. Allra hluta vegna,“ skrifar Ingvar Pétur.

Elín Jóhanns­dóttir, aðal­varð­stjóri hjá lög­reglunni á Suður­landi, vildi ekki gefa upp upp­lýsingar í dag um hvort lög­reglan hefði náð tali af söku­dólgnum og í­trekaði að lög­reglan rann­sakaði málið sem eigna­spjöll en sagði að lög­reglan myndi að sjálf­sögðu skoða alla fleti málsins.

„Ég ætla að spara stór lýsingar­orð og dóma. Mín reynsla af hómó­fóbíu er sú að lang flestir sem hafa slík við­horf séu að berjast við eigin til­­finningar og líði illa. Ég vil frekar styðja fólk í að finna út úr til­­finningum sínum frekar en að læsa fólk inni með þær. Það er pláss fyrir alla,“ skrifar Ingvar Pétur.

„Í Rang­ár­þingi ytra búa fjöl­margir hin­­segin ein­staklingar og mjög margir af svæðinu sem hafa komið út úr skápnum á undan­­förnum ára­tugum. Ég upp­­lifi al­­mennt ekki annað en fullan stuðning á svæðinu og er þess full­viss að þetta mun ekki hafa nei­­kvæð lang­­tíma­á­hrif. En tel að það geti verið full þörf á að auka hin­­segin fræðslu í grunn­­skólunum okkar. Ég er mjög á­­nægður með það fram­­tak sveitar­­fé­lagsins að flagga í til­­efni Hin­­segin daga í ár og við höldum því ó­­trauð á­­fram. Lifi fjöl­breyti­­leikinn,“ segir Ingvar Pétur að lokum.