Hin ástralska Nara Wal­ker, sem af­plánar nú dóm á Ís­landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þá­verandi eigin­manns síns, hefur sent frá sér bréf í til­efni al­þjóð­legs bar­áttu­dags kvenna í dag. Þar segir hún að þögnin sé ekki réttu við­brögðin við heimilis­of­beldi og hvetur konur til að rjúfa hana. 

„Í dag stöndum við saman og höldum bar­áttunni á­fram. Óháð löndum, landa­mærum og tungu­taki deilum við sam­hljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vett­vang fyrir rödd okkar á þessum degi. Ég hafna þögninni sem við­brögðum við heimilis­of­beldi. Sögur okkar verða raddir okkar,“ skrifar Nara í bréfinu sem sent var á fjölmiðla.

Sjá einnig: Nara hefur af­plánun: „Eitt­hvað gott kemur út úr þessu“

Hún var sak­felld fyrir brot sitt í héraði og síðar Lands­rétti. Hún bar það fyrir sig allan tímann að við­brögð hennar hafi helgast af nauð­vörn en hún hafi verið að verja sig fyrir grófu of­beldi eigin­manns síns. Það hafi við­gengist um ára­bil og hún haft ríka á­stæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. 

Var Nara dæmd í á­tján mánaða fangelsi, en fimm­tán þeirra eru skil­orðs­bundnir. Hún hóf af­plánun sína í fangelsinu á Hólms­heiði í síðasta mánuði en fjöldi fólks var saman­kominn til að sýna henni sam­stöðu þegar hún mætti til af­plánunar. 

Sjá einnig: „Tróð upp í mig tungunni gegn vilja mínum“

Jane Wal­ker, móðir Nöru hefur biðlað til dóms­mála­ráðu­neytisins að mælast við því að Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, veiti Nöru sakar­upp­gjöf. Nara segir að í krafti sam­stöðunnar geti konur lyft hver annarri og skilað skömminni. 

„Tíma­bært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kyn­slóðir. Með sam­stöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina. Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“ skrifar Nara að lokum.