„Ég fékk bara tár í bæði augun,“ segir Júlíus Gunnar Bóas­son sem náði mögnuðum norður­ljósa­myndum í Dal­víkur­byggð í gær­kvöldi.

Skil­yrði til norður­ljósa­skoðunar voru á­kjósan­leg víða á landinu í gær­kvöldi enda víða bjart og nokkuð svalt í veðri.

Með­fylgjandi myndir voru teknar við Stekkjar­holt í Svarfaðar­dal og veitti Júlíus Gunnar Frétta­blaðinu góð­fús­legt leyfi til að birta myndirnar.

Mynd/Júlíus Gunnar Bóasson
Mynd/Júlíus Gunnar Bóasson
Mynd/Júlíus Gunnar Bóasson
Mynd/Júlíus Gunnar Bóasson

Norðurljósin vöktu athygli víðar en fyrir norðan