„Ég fékk bara tár í bæði augun,“ segir Júlíus Gunnar Bóasson sem náði mögnuðum norðurljósamyndum í Dalvíkurbyggð í gærkvöldi.
Skilyrði til norðurljósaskoðunar voru ákjósanleg víða á landinu í gærkvöldi enda víða bjart og nokkuð svalt í veðri.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við Stekkjarholt í Svarfaðardal og veitti Júlíus Gunnar Fréttablaðinu góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar.

Mynd/Júlíus Gunnar Bóasson

Mynd/Júlíus Gunnar Bóasson

Mynd/Júlíus Gunnar Bóasson

Mynd/Júlíus Gunnar Bóasson
Norðurljósin vöktu athygli víðar en fyrir norðan
I just saw the craziest northern lights of my life. From my window (please excuse the light I had to get it when it was happening) pic.twitter.com/l4NV1PP1L4
— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 28, 2022
Kvöldsund og norðurljós. Stundum er Ísland alveg pínu smá best í heimi.
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) November 28, 2022