Guð­mundur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bónus, er gestur Sig­mundar Ernis Rúnars­sonar í nýjasta þætti Manna­máls á Hring­braut sem sýndur verður kl. 19.00 í kvöld og endursýndur kl. 21.00. Guð­mundur hefur upp­lifað ýmis­legt á sinni við­burðar­ríku ævi og fer yfir allt á milli himins og jarðar í afar skemmti­legu við­tali.

„Fé­lagarnir hlógu mikið að mér“

Guð­mundur hefur starfað í Bónus í 30 ár, en þess utan hefur hann tekið þátt í ýmsum ævin­týrum. En hver er Guð­mundur Marteins­son?

„Ég er nú bara sveita­strákur úr Ólafs­vík,“ segir Guð­mundur, að­spurður hvaða mann hann hafi að geyma.

Móðir Guð­mundar var hús­móðir en faðir hans vöru­bíl­stjóri og síðar meir sjó­maður. Guð­mundur reyndi við sjóinn en entist ekki lengi: „Ég út­skrifaðist úr Versló 1986, kom heim og fór á sjó. Fór á tvær ver­tíðir, en ég var ekki góður sjó­maður. Ég stóð alveg mína plikt sko en ég varð alltaf sjó­veikur. Fé­lagarnir hlógu mikið að mér, en maður lét sig hafa það í tvö ár,“ segir Guð­mundur.

Í kjöl­far þess bauðst honum tæki­færi á að flytja til Akur­eyrar og starfa í lúðu­eldi. Guð­mundur stökk á það:

„Það kom maður frá Akur­eyri, Ólafur Hall­dórs­son, og hann var í því verk­efni að setja á fót lúðu­eldið. Hann fékk sjó­menn og út­gerðar­menn frá Ólafs­vík til þess að koma með lifandi lúðu í land. Hann var tengdur frænda mínum og fékk fyrir vikið að búa heima hjá okkur á meðan að þessum veiðum stóð. Svo langaði mig bara að prófa eitt­hvað nýtt og flutti síðan Norður til hans, bjó þar og vann í lúðu­eldinu í tvö ár,“ segir Guð­mundur.

Lúðu­eldið gekk þó brösug­lega: „Það voru tvö seyði sem lifðu, og annað þeirra var albínói. En því miður þá lognaðist síðan lúðu­eldið af.“

Keppti í vaxtar­rækt

Þegar Guð­mundur fluttist til Akur­eyrar kynntist hann vaxtar­ræktar­goð­sögninni Sigurði Gests­syni, marg­földum meistara í í­þróttinni og vaxtar­ræktar­frömuði með meiru. Guð­mundur kol­féll fyrir vaxtar­ræktinni:

„Ég var búinn að vera spila fót­bolta og æfa lyftingar frá því að ég var 14 ára, eins og flestir að Vestan. Með krafta- og bíla­dellu. Ég byrjaði að­eins með Þórsurunum og fór síðan á æfingu með Sigga. Hann hvatti mig á­fram að fara í vaxtar­ræktina, sem ég gerði.“

Guð­mundi gekk vel og vann marga titla. Draumurinn var að verða at­vinnu­maður í í­þróttinni og flutti hann til Banda­ríkjanna til þess að elta þann draum. Fljót­lega varð honum þó ljóst að svo myndi ekki verða: „Á flug­vellinum voru strákarnir á tösku­bandinu massaðari en maður sjálfur, svo sá draumur varð fljótt úti,“ segir Guð­mundur kíminn.

Reynt að reka hann úr fram­kvæmda­stjóra­stóli

Guð­mundur hefur starfað í 30 ár í Bónus og gengið vel en ýmis­legt gengið á. Hann hefur reynt að hætta og það hefur verið reynt að reka hann en alltaf heldur hann á­fram. Um söguna að baki brott­rekstrar­til­raunarinnar segir hann þetta:

„Það var búið að stofna Baug á þeim tíma og stjórn­endurnir voru kallaðir út á stefnu­mótunar­fund. Á þeim fundi var einn af stóru hlut­höfunum í Högum og hann kom með þá til­lögu að Bónus hætti að selja á sama verði um allt land. Að hans mati fannst honum að Reyk­víkingar væru að niður­greiða verð út á land. Ég var því al­gjör­lega ó­sam­mála og benti honum á að allar land­búnaðar­vörur er allt saman fram­leitt úti á landi og flutt til Reykja­víkur og því ætti þetta frekar að vera öfugt. Ég sagði við hann að þessu yrði ekki breytt á minni vakt og að hann yrði þá að skipta um fram­kvæmda­stjóra ef hann vildi breyta þessu. Það urðu á­kveðin rifrildi á þessum fundi og hann segir „já, þá ætla ég bara að gera það.“ Ég var frekar ó­hress með feðgana hvað þeir veittu mér lítinn stuðning í þessu máli en í fundar­hléinu þá kom Jóhannes til mín og sagði „ekki hafa á­hyggjur af þessu, hann fer út á undan þér. Við erum Bónus allra lands­manna,““ hefur Guðmundur eftir Jóhannesi.

„Þetta er það sem Bónus kon­septið hefur alltaf gengið út á,“ bætti Guðmundur við.

Það orð hefur farið af Guð­mundi að hann sé harður í horn að taka í við­skiptum og ýmsar mis-trú­verðugar sögur gengið manna á milli. Stenst þetta?

„Sagan er góð sko, en við leggjum okkur mikið fram. Við­skipta­vinir Bónus eru kröfu­harðir og þeir eiga það líka bara skilið. Við gerum líka bara þá kröfu að þeir sem eru í við­skiptum við okkur að þeir leggi sig fram líka. Í rauninni var þetta svo­lítið þannig, sér­stak­lega hérna áður fyrr, að er­lendu fram­leið­endurnir skil­greindu Ís­land sem vel­megunar­land og það var haldið uppi háu heild­sölu­stigi til Ís­lands,“ segir Guðmundur.

Manna­mál er á dag­skrá alla fimmtu­daga á Hring­braut kl. 19.00 og endur­sýndur kl 21.00.