Lilja Al­freðs­dóttir, við­skipta-og menningar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sóknar, segist gríðar­lega þakk­lát fyrir gott gengi Fram­sóknar.

Flokkurinn er í kjör­stöðu í þó nokkum sveitar­fé­lögum miðað við fyrstu tölur, meðal annars í Hafnar­firði og ef marka má skoðana­kannanir gæti svo einnig farið í Reykja­vík. Einari Þorsteinssyni var gríðarlega vel tekið þegar hann mætti á kosningavökuna í nótt en ef marka má kannanir gæti Framsókn náð inn fjórum mönnum í Reykjavík.

„Við erum gríðar­lega þakk­lát fyrir stuðninginn,“ segir Lilja í sam­tali við Frétta­blaðið sem náði af henni tali á kosninga­vöku Fram­sóknar í Kola­portinu nú í nótt.

„Við erum að tala fyrir sam­vinnu­hug­sjón og fram­farir fyrir sam­fé­lagið okkar á öllum stundum og við erum að upp­skera eins og við erum að sá.“

Við hverju býstu í Reykja­vík?

„Ég skal viður­kenna það, ég er auð­vitað rosa­lega spennt. Ég er bjart­sýn og get ekki sagt neitt annað þar til ég sé þær, en ég er mjög bjart­sýn.“

Ætlarðu að vera hér langt fram á nótt?

„Að sjálf­sögðu!“