Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir for­maður Við­reisnar segist ekki ætla að þekkjast boð Bjarna Bene­dikts­sonar formanns Sjálf­stæðis­flokksins sem bauð fyrr­verandi flokks­menn í Viðreisn vel­komna aftur heim í Sjálf­stæðis­flokkinn í setningar­ræðu sinni á lands­fundi flokksins á föstu­dag.

„Það er ein­falt svar við þessu: Ég er heima hjá mér og hefur aldrei liðið jafn vel núna í pólitík. Það er svo mikil­vægt að vera frjáls og ég er frjálsari en nokkurn tímann fyrr,“ segir Þor­gerður Katrín í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Jú jú auð­vitað skil ég það að Bjarni þarf að skapa stemningu og það er alltaf stemning þegar það er verið að tala um okkur í Við­reisn. En það er greini­lega við­kvæmt að líta í eigin barm og fara yfir eigin verk af því að þau eru ekki góð og ekki í takti við þá hugsun sem tengist frelsinu.“

Boðin vel­komin heim

Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni á föstu­dag við setningu lands­fundar. Þegar tal hans barst að Evrópu­málum benti Bjarni á að orku­verð og verð­bólga hefði rokið upp á Evru­svæðinu.

Hér heima væri orku­verð hins­vegar stöðugt. „Það verður hlýtt í húsunum okkar í vetur. Það er næstum því lyginni líkast, það er næstum því eins og maður fari aftur í tímann að fara til Evrópu þar sem er verið að ræða um það hvað kostar að fara í bað,“ sagði Bjarni meðal annars.

Sjálf­stæðis­flokkurinn hefði alltaf verið hlynntur al­þjóð­legri sam­vinnu, á for­sendum Ís­lands. Þrátt fyrir að staða mála í Evrópu væri á þennan veg væri ljóst að sumir Sjálf­stæðis­manna hefðu yfir­gefið flokkinn vegna stefnu flokksins í Evrópumálum.

„Eðli málsins sam­kvæmt fækkaði eitt­hvað í flokknum við það. Hins­vegar tel ég að það hafi aldrei komið til greina annað en að við stæðum vörð um á­lyktanir lands­fundar um Evrópu­málin,“ sagði Bjarni.

Sumir þeirra sem hafi yfir­gefið flokkinn hafi trúað því að Ís­lendingar kynnu ekki fótum sínum for­ráð efna­hags­lega, það þyrfti nýjan gjald­miðil. Bjarni segir að sýnt hefði verið fram á að þetta ætti ekki við rök að styðjast.

„En nú þegar að hug­myndin um aðild að Evrópu­sam­bandinu er svo aug­ljós­lega gengin sér til húðar þá vil ég segja við vini okkar og fé­laga sem sátu jafn­vel einu sinni með okkur í þessum sal, þá vil ég segja þetta hér: Sjálf­stæðis­flokkurinn stendur öllum þeim opnum sem trúa á frelsi ein­stak­lingsins og það er gríðar­lega mikil­vægt fyrir þjóðina og borgara­lega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálf­stæðis­stefnunnar. Þannig getum við best þjónað lands­mönnum. Kæru vinir, þau eru öll vel­komin aftur heim,“ sagði Bjarni við dynjandi lófa­tak.

Segir Bjarna ekki ræða ó­þægi­leg mál

Þor­gerður Katrín er gagn­rýnin á ræðu Bjarna og segir það hafa vakið at­hygli sína hve stór hluti hafi farið í að ræða aðra flokka.

„Það er auð­vitað ekkert fýsi­legt fyrir hann að ræða til dæmis fjár­laga­halla þar sem er verið að taka lífs­kjörin að lánum til næstu ára, þar sem fjár­laga­hallinn verður núna til næstu fjögurra, fimm ára,“ segir Þor­gerður.

Hún nefnir einnig mál Í­búða­lána­sjóðs. „Þar sem ríkis­stjórnin er búin að taka þar á­kvörðun um það að leggja þá skuld­bindingu á eldri borgara og fram­tíðar líf­eyris­þega. Þetta eru allt ó­þægi­leg mál og auð­vitað má náttúru­lega alls ekki ræða sjávar­út­vegs­málin eða neitt slíkt.“

Þor­gerður vitnar til orða Bjarna Bene­dikts­sonar um pólitískan ó­mögu­leika og segir hún að ríkis­stjórnin bjóði sjálf upp á slíkan ó­mögu­leika.

„Fyrir vikið erum við með stans­lausa út­þenslu ríkis­út­gjalda, sem er ekki mikið frelsis­mál myndi ég halda, en það er á vakt Sjálf­stæðis­flokksins. Við erum með mikla aukningu á bákninu og á líf­tíma þessara ríkis­stjórnar hefur opin­berum störfum fjölgað um hátt í tíu þúsund. Það gerist á þeirra vakt,“ segir Þor­gerður og nefnir einnig sem dæmi fjölgun ráðu­neyta sem ríkis­stjórnin kynnti ný­verið.

Segir Bjarna með fortíðarþrá

Þor­gerður segir ræðu Bjarna hafa ein­kennst að ein­hverju leyti af for­tíðar­þrá.

„Þetta er kannski frekar 20. aldar hugsun. Að halda að það sé best fyrir sam­fé­lagið að það sé bara tveir eða þrír flokkar. Það er ekki það sem fólk er endi­lega að kalla eftir,“ segir Þor­gerður.

Hún segir kannanir hafa sýnt vaxandi fylgi við Evrópu­sam­bands­aðild hér á landi sem snúist ekki einungis um efna­hags­mál.

„Núna hefur það komið betur í ljós heldur en mörg síðustu ár og ára­tugi hvað það skiptir miklu máli að Evrópa standi saman á sviði varnar-og öryggis­mála, á sviði efna­hags til þess að bæta lífs­kjör fólks og svo náttúru­lega fyrir þessi stóru fram­tíðar­mál­efni eins og til dæmis loft­lags­málin, þar sem ríkis­stjórnin getur ekki einu sinni sýnt það frum­kvæði á þeim sviðum sem við höfum al­gjör­lega vald á.“

Segist sakna frelsis í verki

Þor­gerður bendir á að Sjálf­stæðis­mönnum sé tíð­rætt um frelsi.

„Og þá hefði maður haldið að það yrði meiri sláttur á því þegar þau eru í ríkis­stjórn en það er síður en svo þannig og ég segi bara: Ég vildi að ég þekkti ein­hvern í ríkis­stjórninni sem gæti ýtt á­fram frelsi á svo mörgum sviðum. Frelsi á banka­markaði, frelsi á trygginga­markaði, kven­frelsi, frelsi á mat­vöru­markaði, frelsi í land­búnaði og frelsi á öllum sviðum en þau hafa ekki beitt sér, það er ekki for­gangs­mál að ýta undir frelsi og hvað þá sam­keppni.“

Þor­gerður segir stefnu Sjálf­stæðis­flokksins frekar fela í sér minni sam­keppni á flestum sviðum og að flokknum þyki ó­þægi­legt að ræða Evrópu­mál líkt og Við­reisn.

„Enda má ekki hreyfla við einu eða neinu þegar kemur að grund­vallar­málum í ís­lensku sam­fé­lagi sem er að al­manna­hags­munir gangi framar sér­hags­munum. Það er bara ó­þægi­legt fyrir þau að þeim sé haldið við efni.“