Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur lagt fram kröfu um aukna gagnaöflun í málinu. Lögmaðurinn krefst þess að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember. Bára segist hætt að skilja hvernig umræddir þingmenn Miðflokksins hugsi og segir þá biðja um upplýsingar handahófskennt.

Eins og að biðja bakara um fisk

Bára segist hafa verið beðin um upplýsingarnar fyrir nokkrum vikum en að hópurinn hafi lagt fram kröfu aftur í gær. Hún furðar sig á því að persónuvernd skuli fara með málið.

„Mér skilst að það þurfi lögregluúrskurð til að fá þessi gögn og ég held að persónuvernd ætti ekki að vera að sjá um þetta mál. Þetta er eins og að biðja bakara um fisk.“

Ekkert að fela

Aðspurð segist Bára hafa ekkert að fela. Hún segir þingmenn Miðflokksins biðja um upplýsingar handahófskennt.

„Ég er hætt að skilja hvernig þetta fólk hugsar,“ segir Bára í samtali við Fréttablaðið.

„Spurning hvort ég fái ekki að sjá þeirra gögn og þá fái þau að sjá mín gögn,“ segir Bára og slær á létta strengi.

Klaustur­málið svo­kallaða hefur verið til um­fjöllunar hjá Per­sónu­vernd frá því um miðjan desember, en þá krafðist lög­maðurinn, Reimar Snæ­fells Péturs­son, þess að rann­sakað yrði hver hefði staðið að hljóð­upp­tökunni á barnum Klaustur.